is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16043

Titill: 
  • Maður er enn á lífi þó maður sé veikur : börn með krabbamein og grunnskólinn
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa skýrara ljósi á upplifun grunnskólanemenda sem glímt hafa við krabbamein. Markmiðið er að skoða hvernig þau upplifa stöðu sína og tengslin við skólann og félagahópinn á meðan á meðferðinni stendur og eftir að henni lýkur. Gengið er útfrá því að börn í þessari stöðu, þ.e. langveik börn, séu nemendur með sérþarfir. Það lýtur að því að þau þurfa, tímabundið að víkja frá hefðbundnum leiðum í námi, leik og starfi.
    Rannsóknin er eigindleg. Bæði var unnið með einstaklingum og í rýnihópi. Þátttakendur í einstaklingsviðtölum voru á aldrinum 12-17 ára. Rýnihópurinn var á aldirnum 13-18 ára. Allir þátttakendur höfðu gengið í gegnum meðferðir við einhvers konar krabbameinum og haft sigur í þeirri baráttu. Foreldrar veittu mér leyfi til þess að ræða við börnin.
    Ég horfi á viðfangsefnið út frá félagslegum mótunarkenningum en beiti einnig kenningum um félgsasauð, hvorar tveggja eru verkfæri sem ég nýti til þess að bregða birtu á það hvernig manneskjur búa í sameiningu til merkingu fyrirbæra og til þess að öðlast aukinn skilning á því hvernig börnin líta á líf sitt og stöðu. Sjónarhornið hjálpar til við að gefa börnunum rödd sem sjaldan heyrist og okkur að upplifa.
    Niðurstöðurnar leiða m.a. í ljós að börnin hafa upplifað þessa reynslu á ólíkan hátt og að viðbrögð skólans eru mismunandi. Einnig kemur fram hve mikilvæg fjölskyldan og vinirnir eru við þessar aðstæður og hversu erfitt það getur verið að komast út úr hlutverki sjúklingsins og stíga út í lífið á ný.
    Það má draga af þessu þann lærdóm að það geti skipt sköpum fyrir velferð barna að tengslum við þau og foreldra þeirra sé vel við haldið á meðan á veikindunum stendur.
    Þær rannsóknir sem áður hafa verið gerðar á þessu sviði hafa flestar beint sjónum sínum að upplifun foreldra en hér hafa börnin sjálf orðið.

  • Útdráttur er á ensku

    This research is intended to shed light on the perspectives and experiences
    of schoolchildren who have had cancer and subsequent cancer treatments.
    The purpose is to understand how they understand their position and their
    connection to the school and their friends while they are undergoing
    therapy and post therapy.
    The presumption is that children in that position i.e. children with
    longtime illnesses are children with special needs as they need,
    temporarily, to take a less traditional path.
    The research is qualitative. Data was gathered by individual interviews
    and in a focus group. The participants in the individual interviews were
    from 12 to 17 years old. The age of the focus group was from 13 to 18. All
    of the participants had undergone some kind of therapy after various
    types of cancer and had overcome their illness. I had their parent´s
    permission to interview them.
    I look at the subject from the standpoint of social constructionism but. I
    also use theory of social capital. Both theories are about adding meaning
    and understanding of how children look at their position in their illnesses.
    The results indicate that the children view their experience in different
    ways and the response of the schools were different. The importance of
    family and friends in conditions like these is apparent and how difficult it
    can be to get out of the role of a patient when it is time to take part in life
    again.
    The biggest difference for the wellbeing of the child can be made with
    better communication between them and there friends and their parents
    when they are sick.
    Earlier researcher on this subject have focused on the experience of the
    parents but here the children themselves are the center of attention.

Samþykkt: 
  • 18.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16043


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_HGB.pdf687.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna