is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16045

Titill: 
  • Nauðung gagnvart börnum í sérúrræðum á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nauðung er alvarlegt inngrip í líf hvers einstaklings, eðli málsins samkvæmt eru skilgreiningar á nauðung gagnvart barni annars konar en skilgreiningar á nauðung gagnvart fullorðnum einstakling. Í þessari rannsókn er hugtakið nauðung gagnvart barni skilgreint sem þær aðgerðir sem hefta sjálfsákvörðunarrétt og ferðafrelsi barnsins umfram það sem telst til eðlilegra uppeldisaðferða.
    Rannsókninni er ætlað að kanna viðhorf og þjálfun starfsfólks til nauðungar og leggja mat á tíðni og eðli nauðungar í starfi með börnum. Í rannsókninni beinist athugunin að því hvort börnum er haldið, þau bundin eða spelkur eða önnur hjálpartæki notuð í þeim tilgangi að hefta hreyfingar og/eða ferðafrelsi barnsins, hvort börnin eru flutt á milli staða eða lokuð inni í herbergjum þar sem þeim er meinaður útgangur í ákveðinn tíma. Önnur tilfelli þar sem upp komu spurningar um hvort nauðung kann að hafa verið beitt voru ekki skoðuð.
    Þeir þátttakendur sem valdir voru í rannsóknina voru stofnanir sem teljast til sérúrræða þar sem börn undir 18 ára aldri dvelja til lengri eða skemmri tíma. Til þessara stofnana teljast að þessu sinni sérskólar á höfuðborgarsvæðinu og allar skilgreindar skammtímavistanir fyrir fötluð börn á vegum sveitarfélaga á Íslandi. Þær stofnanir sem tóku þátt í rannsókninni voru 26 talsins og heildarfjöldi þeirra einstaklinga sem svöruðu var 27.
    Fengið var samþykki fyrir rannsókninni hjá yfirmönnum þeirra stofnana sem rannsóknin náði til svo hægt væri að senda kynningarbréf um tilgang og markmið rannsóknarinnar ásamt tengli á rafrænan spurningalista fyrir þátttakendur. Öllum niðurstöðum var safnað á rafrænan hátt og öll úrvinnsla niðurstaðna fór fram í reikniforritinu Excel.
    Rannsóknin fór ekki fram í sérdeildum almennra grunnskóla eða í skammtímaúrræðum á vegum barnaverndarstofu.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að 92% þátttakenda fannst nauðung beitt hæfilega oft í þeim tilfellum sem upp komu á rannsóknartímabilinu en 56% þátttakenda fannst nauðungin sem barn var beitt á rannsóknartímabilinu réttlætanleg. Í flestum tilfellum meta þátttakendur þá nauðung sem börn eru beitt hættulitla fyrir börnin og það starfsólk sem beitir nauðunginni. Helsta birtingarform þeirrar nauðungar sem börn þeirra úrræða sem rannsóknin náði til eru beitt, er í formi þess að þeim er haldið af tveim einstaklingum, þau lokuð inni í tíu mínútur og spelkur eða önnur hjálpartæki sem börnin ná ekki af sér sjálf notaðar til að koma í veg fyrir óæskilega hegðun í 60 mínútur eða lengur á hverjum degi.

  • Útdráttur er á ensku

    Restraint is a serious intervention on the life of every individual. Naturally,
    restraint against children has other definition than restraint towards an adult.
    In this study, the term restraint towards child is defined as actions that restrict
    the autonomy and freedom of movement of the child beyond what is
    considered normal educational activities.
    The study is intended to explore the attitudes and training of personnel
    towards restraint and evaluate the frequency and nature of restraint when
    working with children. The study focuses on the study of whether children are
    kept, they are tied or if splints are used in order to restrain movements and/or
    freedom of travel for the child, whether the children are transferred between
    or closed inside rooms where they are denied exit for a certain time. Other
    cases where the question arose as to whether restraints may have been
    applied were not examined.
    The participants selected for the study were institutions that qualify for
    special provision where children under 18 stay for long or short term. For this
    study, these institutions are considered to be special schools in the capital and
    the short-term for children with disabilities operated by municipalities in
    Iceland. The institutions that participated in the study were 26 and the total
    number of individuals who responded was 27
    Approval was obtained for the study from the supervisors of the
    institutions the study covered, so a letter about the purpose and objectives of
    the study and a link to an electronic questionnaire could be sent to all
    participants. All results were collected electronically and all processing of the
    results was carried out in Excel.
    The study was not conducted in special classes of general education or in
    short-term resources by the Child Protection.
    The main results of the study showed that 92% of participants felt that
    restraint applied appropriately often in cases that arose during the study and
    56% of participants felt the restraint used was justified. In most cases,
    participants evaluate the restraint applied low-risk, both towards the children
    and the personnel applying the restraint. The study shows that the main forms
    of restraint children encounter is that they are held by two individuals, they are
    locked inside a room for ten minutes and splints or other assistive that children
    cannot remove themselves are used in preventing undesirable behavior for 60
    minutes or longer every day.

Samþykkt: 
  • 18.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nauðung gagnvart börnum í sérúrræðum á Íslandi.pdf991.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna