ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1605

Titill

Um vændi : mismunandi leiðir til löggjafar

Útdráttur

Í þessari ritgerð verða skoðuð ýmis atriði vændislöggjafa. Í fyrsta lagi verða skoðaðar
skilgreiningar á vændi, bæði almennar og lagalegar sem og nokkrar leiðir sem hugsanlegar
eru á lagalegri meðferð vændis. Skoðaðar verða þær leiðir að banna vændi með lögum, að
banna vændi með samfélagslegum viðurlögum, að takmarka bann við vændi, að stjórna vændi
og að afnema allar hömlur á vændi úr lögum. Því næst verður litið á vændislöggjöf Svíþjóðar
og sérstaklega á hina „sænsku leið“ sem bannar kaup á vændi. Þá verða athugaðar ástæður
þess af hverju sú leið var ekki farin á Íslandi þegar kynferðisbrotakafla almennu
hegningarlaganna var breytt árið 2007. Næst er farið til Ástralíu og skoðaðir þeir lagabókstafir
sem þar gilda um vændi. Þar hefur víða verið farin sú leið að lögleiða vændi að skilyrtum
ströngum reglugerðum en sú aðferð hefur þó sætt gagnrýni sem litið verður á. Þá verður
vændislöggjöf á Íslandi skoðuð og þá einna helst sú breyting sem gerð var á lögunum árið
2007 þegar afnumin var refsing fyrir sölu vændis. Þá verður drepið á ákvæðum
alþjóðasamninga sem fjalla um vændi og sem Ísland er aðili að og ýmissri annarri starfsemi á
alþjóðavettvangi sem miðar að því að sporna gegn hagnýtingu á kynferðisþjónustu og mansali
til vændis. Þá verður fjallað í stuttu máli um hvaða dómar gengið hafa á Íslandi um vændi.
Að lokum verður hugleitt hvaða breytinga er einna helst þörf í íslenskri vændislöggjöf.
Viðauki fylgir ritgerðinni sem er stutt yfirlit sögu vændis allt frá hórunni í Babylóníu til
vændis okkar daga.

Samþykkt
9.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ba-ritgerd.pdf232KBOpinn "UM VÆNDI - MISMUNANDI LEIÐIR TIL LÖGGJAFAR"-heild PDF Skoða/Opna