is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16054

Titill: 
  • Viðhorf leikskólastjóra til faglegs lærdómssamfélags í fjölmennum leikskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að leitast við að varpa ljósi á viðhorf leikskólastjóra til faglegs lærdómssamfélags í stærri leikskólum. Einnig er skoðað hvernig þeir skilgreina hlutverk sitt sem faglegir leiðtogar í skólasamfélaginu og hvaða leiðir þeir fara til að halda sér í tengslum við leikskólastarfið með nemendum og samstarfsfólki.
    Rannsóknin er eigindleg og þátttakendur eru þrír leikskólastjórar í stærri þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni og gagna var aflað með viðtölum við þá. Viðmælendurnir eru allir konur með mikla reynslu í leikskólastjórnun og stýra allar stórum leikskólum þar sem 80-135 nemendur dvelja yfir daginn á fjórum til sex deildum. Með viðtölunum er leitast við að fá ákveðna mynd af viðhorfum leikskólastjóra bæði til faglegs lærdómssamfélags og á því að vera faglegir leiðtogar.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til að leikskólastjórunum þremur finnist þeim ganga vel að móta og þróa leikskólann sem faglegt lærdómssamfélag og að standa vörð um að leikskólinn sé slíkt samfélag. Einnig virðast þeir þættir sem styðja við leikskólastjóra sem faglega leiðtoga vera að efla samstarf, að dreifa forystu, að varðveita reynslu, að nýta mannauðinn, að efla traust og samkennd og að vinna með samskiptin. Gott samstarf við leikskólakennara, deildarstjóra, aðra leikskólastjóra, við samfélagið, við Félag stjórnenda leikskóla og aðra námskeiðs - og ráðstefnu-haldara virðist einnig styðja leikskólastjóra.
    Leikskólastjórum virðist ganga vel að stjórna fjölmennum leikskólum að eigin mati og telja að fjölmennur og ólíkur starfsmannahópur efli starfið. Þar eru margir fagmenn samankomnir sem leiðir af sér miklar og faglegar umræður, skoðanaskipti eru tíð og sérþekking liggur víða. Aðstoðar-leikskólastjórar virðast vera mikilvægir tengiliðir leikskólastjóra og með þeirra aðstoð halda þeir sér í tengslum við leikskólastarfið auk þess með því að vera sýnilegir. Þeir þættir sem virðast letja faglegt starf og þróun leikskólastarfs, að mati leikskólastjóra, eru tímaleysi, starfsmannavelta og niðurskurður.

  • Útdráttur er á ensku

    Beliefs of preschools principals on professional learning community in larger preschools and their roles as professional leaders.
    The aim of this research is to shed light on the beliefs of preschools principals on professional learning communities in larger preschools. The research also looked into how they define their roles as professional leaders and how they maintain a connection to their work with the students.
    The research is a qualitative one. The participants are three preschools principals in smaller towns of rural communities and data is obtained by interviews. The participants are all women with long experience of managing preschools and they are all controlling bigger preschools today where 80-135 students stay during the day in four to six classes. The interviews aimed to show a particular form of preschool principals beliefs on professional learning communities and their experience of being professional leaders.
    The conclusions indicate that the preschool principals are feeling doing well in moulding and developing the preschools as a professional learning community, the preschools are professional learning communities and the principals seem to protect that the preschools are such community. The factors that also seem to support the preschools principals as professional leaders are promoting collaboration, distributing leadership, preserving the experience of the people, utilizing human resources, promoting confidence and identification and working with communication. Good relationships with preschools teachers, with department heads, with other preschools principals, with the community around, with associations of principals in preschools and other organizers of courses and conferences also seems to support the preschool principals.
    The preschools principals seem to be doing well managing larger preschools and feel that numerous and versatile personnel group promotes the work. In larger preschools there are many professionals together, increased discussions, different opinions and expertise is widely. Assistant preschool principals seem to be important contacts between the work with the students and the preschool principal and assist them to maintain a connection to the work as well as being visible. Factors that seem to discourage the preschools principals are lack of time, staff turnover and cutbacks which they fear will recoil on the professional and future development of the preschool work.

Samþykkt: 
  • 19.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16054


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni Kristrún Hafliðadóttir.pdf880.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna