is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16055

Titill: 
  • Mikilvægir þættir í samskiptum kennara og skólastjóra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða samskipti skólastjóra við kennara í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknarspurningin var: Hvaða þættir skipta máli í samskiptum skólastjóra og kennara og hvaða málefni ræða kennarar helst við skólastjórann? Viðtöl voru tekin við sex skólastjóra og var kynjahlutfall þeirra jafnt. Skólarnir sem urðu fyrir valinu eru bæði ólíkir, að stærð og uppbyggingu.
    Í rannsókninni var notuð eigindleg rannsóknaraðferð. Lagðar voru fyrir skólastjórann opnar- og hálfopnar spurningar til að fá fram reynslu þeirra af þeim málefnum sem kennarar leita til þeirra með.
    Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta að skólastjórarnir leggja allir mikla áherslu á öflug og góð samskipti. Þau eru talin hafa áhrif á starfsánægju, líðan kennara, samvinnuna og skólastarfið í heild sinni. Þau þurfa að byggja á trausti og kennarar verða að geta leitað til stjórnenda hvar og hvenær sem er. Samskiptin þurfa að vera eðlileg, vingjarnleg, heiðarleg og hreinskiptin og kennarar þurfa að fá hrós og endurgjöf fyrir það sem vel er gert. Rannsóknin staðfestir einnig að málefni sem kennarar ræða helst við skólastjórann eru; nemendamál sem helst varða sértækan vanda nemenda og málefni tengd sérkennslu. Málefni tengd foreldrum koma oft upp og geta verið erfið að mati skólastjóranna. Persónuleg mál eru einkum rædd við kvenkyns skólastjórnendur og ágreiningsmál koma við sögu þar sem þau eru nokkuð algeng í skólum. Þá eru launamál mikið rædd en fagleg og kennslufræðileg málefni koma síður inn á borð skólastjóranna og þeir telja að fagleg umræða megi vera meiri. Í rannsókninni ræddu skólastjórarnir einnig um fjarvistir kennara sem eru nokkuð tíðar, sérstaklega í stærri skólunum og um litlar breytingar á starfshópi kennara síðustu tvö til fjögur árin. Með tilliti til fjarvista kennara og lítillar starfsmannaveltu í skólunum sex, má draga þá ályktun að þrátt fyrir að eitthvað hrjái kennara, þá skipta þeir ekki um starfsvettvang eða starf.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to examine important issues in communications between school principals and teachers at elementary schools in the Reykjavík area. The research question was; What issues matters the most in communications between principals and teachers ant what topics do teachers mainly discuss with the principal? Six principals were interviewed, three of each gender. The schools chosen are different, both regarding size and structure.
    The study was based on qualitative methodology. The principals were asked open- and half-open questionas to extract their experience as to what topics the teachers approached them with.
    The result of the study confirm that all the principals emphasize strong and good daily communications. They are considered to influence teachers, wellbeing, cooperation and school work in general. Communications between principals and teachers need to be built on trust and the teachers should be able to meet with the principal whenever required. The communications need to be normal, friendly, honest and direct and the teachers need complement and feedback for job well done. The study also confirms that the issues that teachers most commonly discuss with the principal are student issues concerning students with special needs and educational problems. Issues concerning parents are common and can be difficult to deal with according to the principals. Personal issues are mostly discussed with female principals and confrontational issues arise as they are rather frequent in schools. Wages are often discussed, but the principals are seldomly approached with professional and educational policies, which they feel could weigh more. During the study the principals also mentioned teachers absence being common, especially in the larger schools, nevertheless the employee in the last two or three years has been minor. It is tempting to draw conclusion that althoug something is bothering the teachers, they do not consider changing their employment or working environment.

Samþykkt: 
  • 19.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16055


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður Ágústa Skúladóttir meistaraverkefni júní 2013.pdf930.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkið er opið öllum til aflestrar en óheimilt er að prenta eða afrita nema með leyfi höfundar.