is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16064

Titill: 
  • Þróun eftirfylgnihópa byggða á núvitund : starfendarannsókn í endurhæfingu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eftirfylgni í formi námskeiðs þar sem byggt var á hugmyndafræði vakandi athygli (MBCT) var í boði fyrir einstaklinga sem höfðu lokið hugrænni atferlismeðferð (HAM) vegna þunglyndis og kvíða. Á námskeiðinu var unnið með virkni og bakslagsvarnir með áherslu á núvitundaræfingar. Þátttakendur æfðu sig í að taka eftir á annan hátt, með vakandi athygli, sýna samkennd í eigin garð, vera opnir og sýna þrautseigju. Hópurinn hittist einu sinni í viku í átta vikur, tvo tíma í senn. Markmið rannsóknarinnar var að skoða árangur hópmeðferðar þar sem notaðar voru aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar ásamt vakandi athygli. Rannsóknin var starfendarannsókn þar sem ég lagði áherslu á að bæta stafshætti mína og búa til líkan sem hægt væri að nota í framtíðinni til að bæta eftirfylgni að lokinni endurhæfingu. Ég þróaði eftirfylgninámskeið og skoðaði hvernig þau nýttust þátttakendum. Í vettvangsathugunum skráði ég í dagbók mína hvernig tímarnir höfðu áhrif á þátttakendur og hvað þeir lærðu. Einnig skráði ég niður hvað ég gerði og hugleiðingar um hvað ég gæti gert betur í framtíðinni. Niðurstöður benda til þess að hugræn atferlismeðferð sem byggist á vakandi athygli hjálpi einstaklingum til að verða meðvitaðir um hugsanir sínar og tilfinningar. Þannig öðlist þeir tækni til að varna því að leiði verði að þunglyndi en sú tækni er hjálpleg til að viðhalda bata. Rannsóknin leiddi til þess að ég fór að nýta mér aðferðir núvitundar til að vinna með og styðja skjólstæðinga mína.

  • Útdráttur er á ensku

    This action research is a follow-up study of patients that had completed a
    cognitive therapy program under my guidance. The follow up program was
    set up in the form of a course, “Mindfulness based cognitive therapy”. I
    wanted to offer the participants extended support by teaching them to
    cope in spite of disease and provide them with tools to prevent relapses.
    The emphasis was on the importance of meditation, compassion for
    oneself, open-mindedness and gentle persistence. The group met once a
    week for a two hour session for eight weeks. I examined and reflected on
    how I had developed the meetings and follow-up groups and how it had
    worked for the patients. During my field research I kept a journal and
    logged my findings on how the sessions had influenced my patients, how I
    saw their relationships with others evolve, and what they reported to have
    learnt from the meetings. Another purpose of the journal was for my own
    insight into my teaching methods, what worked well and what I could do
    better in the future. After the research I have adopted the mindfulness as a
    tool to support my patients. My conclusion is that for maintaining the
    results and wellbeing of patients, cognitive therapy should preferably be
    followed up with mindfulness based cognitive therapy.

Samþykkt: 
  • 23.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16064


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni Anna Kr Thorsteinsd.pdf673.87 kBLokaður til...06.05.2043HeildartextiPDF