is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16068

Titill: 
  • „Við gerum bara eins og við getum." Þjónusta við fólk með fjölþættar skerðingar
  • Titill er á ensku "We do as well as we can." The experiences of staff assisting disabled people in community residential homes
Útgáfa: 
  • Júní 2013
Útdráttur: 
  • Aðstoðarfólk á heimilum fólks með fjölþættar skerðingar er mikilvægur hlekkur í lífi þess og lykill að samskiptum, lífsgæðum og þátttöku. Rannsóknin varpar ljósi á sýn þessa starfsfólks á megináherslur í þjónustu við fólk með flóknar stuðningsþarfir og þörf fyrir fræðslu og stuðning í starfi. Ennfremur var leitað eftir skilningi á heilsutengdum þörfum þjónustunotenda og möguleikum til að styðja við velferð þeirra, þátttöku og lífsgæði. Þátttakendur voru 12 starfsmenn á heimilum fólks með fjölþættar skerðingar. Rannsóknin var eigindleg, rannsóknargagna var aflað með opnum einstaklingsviðtölum og við úrvinnslu þeirra var notað vinnulag grundaðrar kenningar. Niðurstöður gefa til kynna að þjónustan sé hvorki í takt við ört vaxandi mannréttindaáherslur, þar með réttinn til heilsu, né endurspegli hún þann félagslega skilning á fötlun sem er gengið út frá í stefnumörkun. Starfsfólk hugsaði til þjónustunotenda með velvild og hlýju, reyndi að gera eins vel og það gat, en skorti bjargráð. Þekking starfsfólks á heilsutengdum þörfum íbúa var af skornum skammti og lítið gert til að fyrirbyggja frekari fötlun eða versnandi heilsu. Starfsfólk lýsti undirmönnun og mikilli starfsmannaveltu og skorti fræðslu og stuðning við flókin störf. Mikilvægt er að nýta möguleika sem hafa skapast með nýlegum stjórnsýslubreytingum til að endurskoða áherslur í þjónustu við fólk með fjölþættar skerðingar og flóknar stuðningsþarfir.

  • Útdráttur er á ensku

    Staff supporting young people and adults with complex and severe neurological impairments are the key to their communication, quality of life and participation. This study reports the knowledge and experiences of staff members supporting disabled people living in community residential homes, as well as their perceived needs for information and support. Furthermore, the study aimed to reveal staff´s views on their possibilities to support service users´ wellbeing, participation and quality of life. Participants were twelve experienced staff members. Qualitative methods were used and data were collected through semi-structured interviews. The results of the study reveal that services provided in community residential homes for people with complex and severe impairments are not in line with human rights treaties, including the right to health. Further, it does not mirror the social approach to disability which today is the focus of policy frameworks. The staff were positive toward service users, tried to do thei

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 2013, 9 (1), bls.171-190
ISSN: 
  • 1670-679X
Athugasemdir: 
  • Fræðigrein
Samþykkt: 
  • 23.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16068


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2013.9.1.9.pdf394.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna