is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16073

Titill: 
  • Leikskólabörn fylgjast með gangi sólar og tungls : þróunarstarf um stjörnufræði á leikskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um þróunarstarf sem tengist stjörnufræði á leikskóla. Vinna við verkefnið fór fram á leikskóla í Reykjavík og stóð yfir í níu mánuði. Þróaðar voru hugmyndir um hvernig hægt er að vinna með stjörnufræði og tengja hana við skapandi starf á leikskólanum. Einnig voru skoðuð áhrif þessarar vinnu á leikskólastarfið og hugmyndir barnanna um stjörnufræði.

    Viðfangsefni verkefnisins falla vel að Aðalnámskrá fyrir leikskóla frá 2011. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að leikskólakennarar skapi aðstæður fyrir börn svo að þau öðlist merkingarbæra reynslu af fyrirbærum og hringrásum í náttúrunni.
    Einn þáttur verkefnisins snerist um að semja og leggja mat á árangur af kennslufræðilegum leikjum um færslu sólarinnar á himninum og útlit tunglsins. Markmiðið var að vekja athygli leikskólabarna á fyrirbærum sem tengjast stjörnufræðinni í umhverfinu og byggja grunn að reynslu og skilningi á þessum fyrirbærum.
    Leikskólakennararnir prófuðu sig áfram með hugmyndir sem sneru að stjörnufræði og komu með ábendingar um það sem betur mætti fara. Þeir leituðu eftir hugmyndum hjá börnunum og sköpuðu rými til þess að þau gætu sjálf unnið með stjörnufræðina í skapandi starfi. Leikskólakennarar eru í lykilhlutverki við að beina athygli barnanna að atriðum sem tengjast stjörnufræði. Með samskiptum við börnin hjálpa leikskólakennararnir þeim að byggja upp orðaforða og hugtakaskilning á þessu sviði og efla þannig málþroska þeirra.
    Afrakstur verkefnisins eru leiðbeiningar fyrir vísindaleiki og afurðir úr skapandi starfi, svo sem teikningar, pappalíkön og stuttmynd um geiminn. Haldið var til haga ýmsum hugmyndum og ráðleggingum frá leikskólakennurum um það hvernig hægt er að nota stjörnufræði í leikskólastarfi. Einnig var lagt mat á starfið og athugað hvaða hugmyndir börnin hafa um fyrirbæri stjörnufræðinnar og hvaðan þær hugmyndir gætu komið.

  • Útdráttur er á ensku

    The project is about developing methods to teach astronomy at preschool. It was carried out at a preschool in Reykjavik during a nine-month period. In the project various ideas on work in astronomy were developed at the same time as astronomy was integrated with creative work at the preschool. Furthermore, the impact of this kind of work on daily preschool activity and on childrens´ ideas about astronomy was assessed.
    The project is well aligned with the 2011 Icelandic National Curriculum for preschools where teachers are expected to create conditions for children so they can have meaningful experience of phenomena and cycles in nature.
    Part of the project dealt with the development and the evaluation of educational plays describing the movement of the Sun and the appearance of the Moon. The goal was to draw preschool children’s attention to astronomical objects and build a basis for their understanding of these phenomena.
    The preschool teachers tried out different ideas on how to work with astronomy and made suggestions for improvements. They asked the children for ideas and suggestions and made it possible for the children to work with astronomy in a creative way. The teachers are fundamental in drawing the attention of the children to astronomy. Through communication the teachers help the children to build their vocabulary and increase their understanding of science concepts and thus strengthen their language abilities.
    The final products of the project are guidelines for science plays and products of creative work, including drawings, paper models and a short animation about space. The thesis also contains advice and various ideas from preschool teachers on ways to use astronomy at the preschool level. Furthermore it contains an assessment of the work carried out and some comments on children’s conceptions of astronomy and where their ideas may come from.

Samþykkt: 
  • 25.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leikskolaborn-fylgjast-med-gangi-solar-og-tungls.pdf6.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna