is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16079

Titill: 
  • Samningsfrelsi um heildarlántökukostnað og takmarkanir á því
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um samningsfrelsi um heildarlántökukostnað og takmarkanir á því. Samningsfrelsi er ein af grunnreglum fjármunaréttar og heildarlántökukostnaður er hugtak yfir vexti og annan kostnað sem fylgir lántöku. Í gegnum tíðina hefur samningsfrelsi um vexti verið takmarkað en með vaxtalögum nr. 25/1987 var nú síðast gefið frelsi til að semja um almenna vexti.
    Ný lög um neytendalán nr. 33/2013 voru samþykkt á alþingi þann 1. maí 2013 og taka þau gildi 1. september sama ár. Í þeim var þak sett á það hversu háan heildarlántökukostnað heimilt er að leggja á neytendalán sem falla undir gildissvið laganna á ársgrundvelli og samningsfrelsi um heildarlántökukostnað var þar með takmarkað.
    Ritgerðin er þannig uppbyggð að fyrst er almennt fjallað um samningsfrelsi sem eina af meginreglum fjármunaréttar og þær takmarkanir sem eru gerðar á henni, næst er fjallað um sögu samningsfrelsis um almenna vexti og efni laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.
    Meginefni ritgerðarinnar fjallar um þær takmarkanir sem gerðar eru á samningsfrelsi um heildarlántökukostnað. Sú umfjöllun er tvískipt. Annars vegar er umfjöllun um ný lög um neytendalán nr. 33/2013 og þær takmarkanir sem þau gera á samningsfrelsi um heildarlántökukostnað. Í því sambandi verður tekið til skoðunar hvort þau samræmist stjórnarskrá lýðveldisins nr. 33/1944 og hin stjórnskipulega meðalhófsregla verður tekin til skoðunar í því sambandi. Hins vegar er fjallað um þær takmarkanir sem 36. gr. samningalaga nr. 7/1936 gerir á samningsfrelsi um heildarlántökukostnað, sú umfjöllun miðast við í hvaða tilfellum hægt sé að beita þeirri grein til að ógilda eða breyta samningum með vísan til þess að þeir innihaldi of háan heildarlántökukostnað.

Samþykkt: 
  • 1.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16079


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhann Örn Helgason.pdf370.51 kBLokaður til...01.07.2030HeildartextiPDF