is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/160

Titill: 
  • Aðlögun aðstandanda að sykursýki maka : upplifun einstaklings við að eiga og búa með maka með sykursýki af týpu 1
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða upplifun og túlkun einstaklings sem á maka með insúlínháða sykursýki á aðlögun hans að sjúkdómnum. Það getur aukið innsæi hjúkrunarfræðinga á aðlögun maka og fjölskyldu einstaklinga með sykursýki týpu 1 að sykursýkinni og þannig bætt heilbrigðisþjónustuna.
    Rannsóknarspurningar voru opnar og óstaðlaðar til að fá sem bestu mynd af túlkun meðrannsakanda af reynslu hans af því að eiga maka með sykursýki. Spurningarnar gengu út frá eftirfarandi hugmyndum um spurningar: Hvernig gengur mökum sykursjúkra einstaklinga að aðlagast lífsstíl þeirra? Hvernig gengur að aðlaga fjölskyldulífið að sjúkdómnum? Hefur sjúkdómurinn áhrif á líðan og umhyggju makans gagnvart þeim sjúka á jákvæðan eða neikvæðan hátt?
    Rannsóknaraðferð var eigindleg fyribærafræðileg samkvæmt Vancouver-skólanum. Vancouver-skólinn byggir rannsóknaraðferðir sínar á því að greina viðtöl þar sem notaðar eru óstaðlaðar spurningar sem bjóða upp á sveigjanleika í viðtölum. Hugmyndin að þessari rannsóknaraðferð er ætlað að auka skilning á mannlegum fyrirbærum m.a. í þeim tilgangi að bæta mannlega þjónustu eins og t.d. í heilbrigðisþjónustu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu eitt aðalþema sem var að „forða börnunum frá því að fá sykursýki“. Meðrannsakandi vill koma í veg fyrir það að börn sín fá sykursýki líka eins og makinn, ef hann getur það. Að öðru leyti hefur meðrannsakanda gengið vel að aðlagast þeim lífstíl sem sykursýki maka hans krefst af honum og heimili þeirra en meðrannsakandi telur að litlu hafi þurft að breyta. Sjúkdómurinn hefur áhrif á líðan og umhyggju meðrannsakanda gagnvart maka og börnum sem kemur m.a. fram í því að honum finnst maki þreyttari. Varðandi frekari barneignir eftir að maki greindist var ekki rætt að ráði að sögn meðrannsakanda. Að lokum upplifir hann sig á varðbergi gegn einkennum sykursýkinnar hjá börnunum sínum þar sem möguleiki er á að sjúkdómurinn sé genískur.
    Ályktanir: Greint er frá fjórum atriðum sem rannsakandi telur hafa takmarkandi áhrif á rannsóknina sem eru: Einn rannsakandi og aðeins einn meðrannsakandi og því eitt kyn, rannsókn er unnin undir tímapressu, eigindlegar rannsóknir hafa lítið alhæfingargildi. Gildi rannsóknarinnar fyrir hjúkrunarfræði er að auka innsæi hjúkrunarfræðinga á aðlögun maka að sykursýki sambúðaraðila síns. Fyrir rannsakanda hefur hún mikið gildi bæði sem einstakling og sem væntanlegan hjúkrunarfræðing. Nýtist hjúkrunarstjórnendum með því að bæta gæði þjónustunnar inn á sjúkrastofnunum. Rannsóknin getur aukið líkur á gagnreynda hjúkrun með því að auka þekkingu að aðstæðum aðstandanda sykursjúkra. Rannsakandi mælir með því að fjölga eigindlegum rannsóknum á þessu viðfangsefni til að undirbúa jarðveginn fyrir megindlegar rannsóknir.
    Rannsakandi vonar að rannsókn þessi sé hvatning til frekari rannsókna á fræðsluþörf og þátttöku maka sykursjúkra einstaklinga á aðlögun að þessum sjúkdómi því rannsóknir sýna að sykursjúkir meðhöndla betur þennan sjúkdóm ef þeir njóta margvíslegs stuðnings frá maka eða vinum.
    Lykilhugtök: Coping, aðlögun, sykursýki, maki, mataræði, fjölskylda.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/160


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sykurmaka-heild.pdf4.63 MBOpinnAðlögun aðstandanda að sykursýki maka - heildPDFSkoða/Opna