is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16104

Titill: 
  • Byggingargallar í nýbyggingum á Íslandi: könnun á tíðni og umfangi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Galli/ar í nýbyggingu valda því að byggingin uppfyllir ekki þau gæði sem henni eru ætluð. Slíkt leiðir til aukins kostnaðar fyrir eiganda og veldur iðulega ýmis konar óþægindum en oft getur reynst erfitt að sækja rétt sinn til viðeigandi aðila til lagfæringar á göllum eða til skaðabóta vegna þeirra. Í ritgerðinni verður umfang byggingargalla í nýbyggingum á Íslandi frá 1998 – 2012 kannað. Skoðað verður hverjar helstu orsakir þeirra eru, í hvaða byggingarhlutum og húsagerð þeir helst verða, hvaða skaðabætur eru samþykktar eða dæmdar vegna þeirra og hversu mörgum árum eftir afhendingu þeir sjást. Rannsóknaraðferðin samanstendur af a) greiningu dómsmála sem höfðuð hafa verið vegna byggingargalla á áðurnefndu tímabili og b) upplýsinga frá vátryggingafélögum um tjón sem tilkynnt eru af völdum byggingarstjóra og löggildra hönnuða. Helstu niðurstöður eru að tilkynnt hefur verið um tjón sem byggingarstjóri eða löggildur hönnuður ber ábyrgð á í einu af hverjum þrettán íbúðarhúsum sem byggðar voru á áðurnefndu tímabili. Orsakir flestra byggingargalla eru ófagleg eða ófullnægjandi vinnubrögð eða frágangur þeirra sem framkvæma vinnuna en hlutfallslega eru hæstu skaðabætur dæmdar fyrir galla af völdum ófullkominnar eða rangrar hönnunar. Flestir byggingargallar urðu í eða áttu uppruna sinn að rekja til útveggja, gólfa, stiga eða svala og flestir gallar urðu í sérbýlishúsum. Áætluð heildarupphæð skaðabóta vegna tjóna og/eða galla fyrir umrætt tímabil voru 4,1 milljarðar króna. Flestir byggingargallar komu í ljós við afhendingu eða fljótlega eftir afhendingu. Til að reyna að fækka byggingargöllum þurfa aðilar í byggingariðnaði að bæta vinnubrögð sín og frágang en með aukinni menntun, fagþekkingu, reynslu og bættu eftirliti er hægt að stuðla að fækkun byggingargalla. Lagt er til að stofnaður verði gagnabanki sem mun halda utan um upplýsingar vegna byggingargalla í nýbyggingum með það að markmiði að þróa lausnir til að koma í veg fyrir þá. Byggingargallar eru sameiginlegur vandi sem allir þurfa að gera sér grein fyrir og taka saman á. Ekki eru aðeins miklir fjármunir í húfi heldur einnig ímynd alls byggingariðnaðar á Íslandi.
    Lykilorð:
    Gallar, íbúðarhús, nýbygging, skaðabætur, byggingariðnaður.

  • Útdráttur er á ensku

    Defect(s) in new construction cause the building to fail to fulfill its expected quality. This leads to increased cost for the owner and can often cause various kinds of discomfort but it can often be difficult to claim rights to the appropriate parties to rectify the defect or get compensation for them. In this thesis the scope of construction defects in new construction in Iceland during the years 1998 to 2012 will be studied. The thesis will discuss the main causes of such defects, in which building elements and what sort of buildings they occur most often, the compensation approved or condemned and how many years after delivery defects are noticed. The research methods consist of a) the analysis of cases which have been brought to court due to construction defects within the aforementioned period and b) an analysis of information from insurance companies on liability claims that have been made on construction managers and accredited designers. The main results are that claims regarding building defects have been made on construction managers or accredited designers for one out of every thirteen residential houses that were built within the aforementioned period. The cause of most building defects is unprofessional practice or unsatisfactory completion from the one that performs the work but proportionally the highest compensation is approved for defects caused by incomplete or incorrect design. Most construction defects occured in or had originated from walls, floors, stairs or balconies and most of them were in single-family houses. Total amount estimated to rectify building defects was 4.1 billion ISK for that period. Most construction defects became visable or noticed when the property was delivered or shortly after delivery. To try to reduce the number of construction defects, parties in the construction industry have to improve their skills and workmanship, but increased education, skills, experience and supervision can contribute to the reduction of construction defects. In the thesis the establishment of a database that will keep track of information regarding building defects in new construction with the aim to develop solutions to prevent them is proposed. Construction defects are a common problem which everyone must realize and work against together. Not only are large amounts of funds at stake, but also the image of construction industry in general in Iceland.
    Keywords:
    Defects, residential house, new construction, compensation, construction industry.

Samþykkt: 
  • 7.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16104


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Byggingargallar í nýbyggingum á Íslandi.pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna