is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16108

Titill: 
  • Áhrif þungatakmarkana á vegum - Kostnaðargreining helstu flutningsleiða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi rannsókn er athugun á hagkvæmni þess að styrkja vegi á helstu flutningsleiðum svo draga megi úr þungatakmörkunum.
    Yfir vetrartímann og á vorin getur skapast svokallað þíðuástand á vegum. Við slíkt ástand dregur mjög úr burði vega og aukin hætta skapast á skemmdum vegna umferðarálags frá þungri umferð. Á þessum þíðutímabilum eru settar á þungatakmarkanir sem takmarka öxulþunga við 10 tonn. Við slíkar aðstæður lækkar leyfileg heildarþyngd flutningabíla og því geta flutningsaðilar þurft að flytja farm í fleiri ferðum en gerist við eðlilegar aðstæður. Það getur skilað sér í auknum kostnaði út í samfélagið.
    Rannsóknin byggir á rýni vísindagreina, gögnum frá Vegagerðinni um ástand vega ásamt skráningu þungatakmarkana. Einnig er stuðst við upplýsingar frá flutningsaðilum varðandi flutning og akstur.
    Niðurstöður verkefnisins sýna ekki hagkvæmni í því að byggja upp flutningsleiðirnar norður á Akureyri, vestur á Snæfellsnes og á Vestfirði. Niðurstöðurnar sýna aftur á móti hagkvæmni í uppbyggingu á flutningsleiðinni austur á firði um Suðurland. Með því að byggja upp þá veghluta sem hafa skert burðarþol og styrkja efsta lagið undir slitlaginu ætti þungatakmörkunum að fækka mikið og þær myndu jafnvel hverfa sem dregur úr kostnaði sem af þeim skapast. Niðurstaða verkefnisins gefur góða ástæðu til þess að fara út í frekari samanburð á kostnaðargreiningu á flutningsleiðinni frá Reykjavík austur á firði um Suðurleiðina. Yrði það gert með þeim hætti að framkvæma núvirðisreikninga eða arðsemisreikninga á kostnaði við uppbyggingu á leiðinni svo færa megi betri rök fyrir því hvort slík framkvæmd sé hagstæð.
    Lykilorð: Flutningar, þungatakmarkanir, vegagerð, burðarþol vega, slitlag.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis assesses the feasibility of strengthening the main transport routes in order to reduce seasonal load restrictions.
    During the winter and early spring periods, so-called thaw weakening periods can occur. Such conditions reduce the bearing capacity of roads with an increased risk of damage due to a traffic load resulting from heavy traffic. During thaw weakening periods, load restrictions are applied where axle load is restricted to a weight of 10 tons. In such circumstances, the legitimate, total weight of trucks and carriers is reduced, so there may be a need to distribute the cargo to a greater number of trucks in order to carry out all of the cargo .Furthermore, these instances lower the permissible total weight of trucks and carriers, which may then need to transport cargo in more trips compared to normal conditions. These conditions can result in an increased cost for society.
    The research for this thesis is based on a review of scientific literature, an analysis on road conditions and registrations of load restrictions data acquired from The Icelandic Road Administration (Vegagerðin). Additionally, it is based on information and data provided by carrier companies related to the topic in question.
    The results does not show efficient solution for the transport routes from Reykjavík to Akureyri, Vestfirðir and to Snæfellsnes. On the other hand the results show , by strengthening the transport route from Reykjavík to Austfirðir through south Iceland, an efficient solution is reached. By enhancing the road sections, which have a poor bearing capacity, load restrictions can be significantly decreased, or possibly eliminated completely, therefore reducing costs due to load restrictions. The results furthermore depict an indication to conduct further cost analyses on the transport route from Reykjavík to Austfirðir through south Iceland. Recommendations for further research include carrying out a profitability estimation so that the results can become more detailed and accurate. Therefore, more proof for efficiency on strengthening the transport route from Reykjavík to Austfirðir through south Iceland can be acquired.
    Keywords: Transport, load restrictions, road construction, bearing capacity of roads, pavement.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar
Samþykkt: 
  • 8.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif þungatakmarkana á vegum - Kostnaðargreining helstu flutningsleiða.pdf3.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna