is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16122

Titill: 
  • Miðlægur lyfjagagnagrunnur í íslensku heilbrigðiskerfi
  • Titill er á ensku Centralized drug database in Icelandic health system
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf íslenskra lækna til miðlægs lyfjagagnagrunns; einnig að fjalla almennt um miðlægan lyfjagagnagrunn í íslensku heilbrigðiskerfi, hvernig hann hefur þróast og hvaða áhrif það hefur að koma á slíkum gagnagrunni. Fjallað verður um ávinning þess að koma á miðlægum lyfjagagnagrunni og þau jákvæðu áhrif sem það hefur auk þess sem farið verður yfir vankanta gagnagrunnsins. Ávinningur þess að vera með miðlægan lyfjagagnagrunn eru þættir eins og aukið öryggi, aukið eftirlit, mögulega minni fjöllyfjanotkun, minni tilkostnaður vegna lyfja, mögulegur sparnaður innan heilbrigðiskerfisins og grunnur sem byggir á rafrænum færslum. Helsti galli gagnagrunnsins er verndun persónugreinanlegra upplýsinga. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir eftirlitshlutverki ríkisins með tilliti til lyfjanotkunar landsmanna en eftirlitið fer að mestu fram í gegnum Embætti landlæknis, Lyfjastofnun, Tryggingastofnun og Sjúkra-tryggingar Íslands. Gerð verður grein fyrir eftirlitshlutverki ofangreindra stofnana. Lög um persónuvernd hafa einnig áhrif á miðlægan lyfjagagnagrunn og hvernig hann er notaður. Höfundur ritgerðarinnar framkvæmdi viðhorfskönnun meðal lækna þar sem viðhorf þeirra til miðlægs lyfjagagnagrunns var kannað. Svörunin í könnuninni var góð; 430 læknar svöruðu könnuninni en hún var send til 1.088 lækna. Meginniðurstaðan úr könnuninni var sú að 82% lækna voru mjög sammála því að gagnagrunnurinn yrði settur á fót og 14% frekar sammála. Einnig mátti sjá að þeir læknar sem hafa starfað í fimm ár eða minna voru mjög hlynntir gagnagrunninum eða 92%. Af þeim sem starfað höfðu sem læknar í 15-25 ár og 25-35 ár voru 78% mjög sammála. Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að læknar telji mikinn ávinning fást með því að hafa til staðar opinn miðlægan lyfjagagnagrunn.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to survey physicians’ views to a centralized drug database. Also to discuss the centralized drug database in the Icelandic health care system, how the database has evolved and what the effects of establishing a centralized drug database will be. I will discuss the benefits of establishing a centralized drug database and the positive impact it will entail, as well as the negative effects of a centralized drug database. The benefits of having the database are factors such as increased security, enhanced surveillance, possibly less polypharmacy, reduced drug expenditure, the possibility of economizing within the health care system and a platform on electronic transactions. The primary drawback of a centralized drug database is the protection of personally identifiable information. This study presents the supervisory function of the state regarding public drug utilization. This supervisory function takes place primarily through the Directorate of Health, the Icelandic Medicines Agency, the Social Insurance Administration and the Icelandic Health Insurance. An outline will be drawn up of the supervisory function of the above organizations. Data protection laws also affect the centralized drug database and how it is used, the role of data protection must be viewed with respect to the centralized drug database process. The author of this thesis conducted a survey examining the attitudes of physicians towards a centralized drug database. Response to the survey was good; 430 physicians responded to the survey, which was sent to 1088 doctors. The main conclusion from the survey was that 82% of doctors were very much in favor of a centralized drug database and 14% were rather in favor of it. A further conclusion was that doctors who had been practicing for five years or less were very supportive of a centralized drug database or 92%. Those who had been practicing doctors for 15-25 years and 25-35 years a 78% were strongly in favor. The result of the survey indicates that physicians feel there are great benefits to be obtained by having a centralized drug database.

Samþykkt: 
  • 8.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16122


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð Sigurbjorg.pdf884.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna