is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16123

Titill: 
  • Markaðssetning handverks og hönnunar með hjálp nýjustu net- og farsímatækni
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hugmynd að þessu lokaverkefni fæddist með þátttöku höfundar í samstarfsverkefni um Tourist Guide for Northern Periphery. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort samfélög og fyrirtæki á norðurhjara geti nýtt sér snjallsímatæknina til markaðssetningar á handverki og hönnun. Þá er annars vegar verið að kanna áhrif net- og farsímatækninnar á markaðssetningu og sölu á handverki & hönnun og hins vegar hvaða áhrif þessi tækni geti haft á sýnileika handverks og hönnunar sem sköpuð eru í samfélögum og fyrirtækjum í hinum dreifðu byggðum norðurhjarans. Spurningakönnun var lögð fyrir tvo hópa. Annars vegar aðila sem starfa við handverk og hönnun og var notast við gagnagrunn stofnunar Handverks & Hönnunar. Framkvæmd þeirrar könnunar fór fram á tímabilinu mars-apríl 2013. Hins vegar
    var um að ræða könnun sem var lögð fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi sumarið 2012. Notast var við lýsandi tölfræði á frumniðurstöðum og krosskeyrslur við greiningu niðurstaðna. Benda niðurstöður til þess að viðhorf bæði erlendra ferðamanna og aðila sem starfa við framleiðslu handverks og hönnunar sé almennt mjög jákvætt. Svör þeirra báru með sér að mikill meirihluti taldi að farsímalausn í snjallsíma myndi auka sýnileika á íslensku handverki og hönnun. Auk þess töldu flestir að þeir myndu nýta sér slíka farsímalausn til að kynna vörur sínar fyrir ferðamönnum. Eins sögðust ferðamenn geta notað tæknina til að kynna sér og leita uppi íslenskt handverk og hönnun. Markaðssetning á handverki og hönnun virðist vænleg fyrir þá ferðamenn sem eru opnir fyrir nýrri tækni og eiga snjallsíma og spjaldtölvur og þurfa söluaðilar því að laga sig að nýrri tækni við markaðssetningu og sölu.

Samþykkt: 
  • 8.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16123


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.SC_lokaritgerð_Margrét_Rós_Einarsóttir_Lokadraft_09.04.13.pdf5.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna