is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16127

Titill: 
  • Ferli lagasetningar á Íslandi, veikleikar í ferlinu og hvernig draga má úr meinbugum á lögum
  • Titill er á ensku Legislative process in Iceland, weaknesses in the process and how to reduce defects in the law
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár og áratugi hefur mikið verið rætt um mikilvægi þess að vandað sé betur til lagasetningar hér á landi. Í kjölfar þess erfiða efnahagsástands sem landsmenn hafa staðið
    frammi fyrir frá árinu 2008 hefur umræðan orðið æ meiri hvað þetta varðar. Meinbugir á lögum geta haft skaðleg áhrif á borgara og valdið óbætanlegu tjóni svo ekki sé talað um þá
    tímasóun og það fjárhagslega austur sem ónýt lög hafa í för með sér fyrir hið opinbera. Þá hefur óvönduð lagasetning ekki einungis áhrif hér á landi heldur þykir það miður í alþjóðlegu
    samstarfi að lagasetning einstakra ríkja brjóti í bága við alþjóðlegar skuldbindingar. Ísland hefur sætt gagnrýni á alþjóðavettvangi vegna þeirrar staðreyndar að lög brjóti ítrekað í bága við stjórnarskrá og eða alþjóðasamninga. Við vinnslu þessarar ritgerðarhefur höfundur gert tilraun til þess að varpa ljósi á þáhelstu veikleika sem í lagasetningaferlinu felast.
    Greiningin er metin út frá ítarlegri skoðun á undirbúningi þeirra lagasetninga sem Hæstiréttur hefur vikið til hliðar síðustu ár. Jafnframt hefur verið farið yfir meðferð Alþingis á þingmálum auknefndastarfa, umsagnarferlis og hvernig það hefur áhrif á lagasetningu. Greiningin gefur til kynna að faglegt ferli lagasetninga er veikburða og verulegra úrbóta er þörf.
    Höfundur hefur lagt fram hugmyndir um það hvernig bæta megi úr þeim veikleikum sem taldir eru einkenna ferlið. Hugmyndir þær byggjast á framkomnum hugmyndum hér á landi síðustu ár og þeirri framkvæmd sem þekkist erlendis. Þá er tillaga um Lögréttu í frumvarpi til stjórnlaga 2012 með hliðsjón af skipulagi því sem Lagrådet í Svíþjóð og í Consil
    d‘État Frakklandi starfa eftir taldar álitlegar. Jafnframt er litið til formlegra þátta í Danmörku og Noregi varðandi skipulagða uppsetningu almennra athugasemda í frumvarpi í átt að
    markvissara ferli og aukins gagnsæis í þágu borgaranna.

Samþykkt: 
  • 8.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16127


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arndis-ML_ritgerd-Lokaskjal-kt-0407722949.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna