is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16128

Titill: 
  • Gullna treyjan : hvaða þættir móta afstöðu einstaklinga innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins til Evrópusambandsaðildar ?
  • Titill er á ensku The Golden Cloak : what aspects form the opinion of induviduals in the parliment party of the Independance Party towards EU membership?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um afstöðu einstaklinga innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins til Evrópusambandsaðildar. Tilgangur ritgerðarinnar er að greina hvaða þættir í afstöðu þingmannanna vega þyngst í að móta afstöðu þeirra og hvor kenningin frjálslynd stofnanahyggja eða mótunarhyggja endurspegli frekar afstöðu þeirra. Einnig eru skoðaðar kenningarnar sambandsríkjahyggja og milliríkjahyggja. Þessar kenningar eru nefndar vegna þess að þróun Evrópusambandins hefur verið greind með tilliti til þessara tveggja kenninga.
    Aðferðarfræðin sem beitt er í þessari ritgerð er eigindleg. Tekin voru sjö viðtöl við þingmenn Sjálfstæðisflokksins sumarið 2012 og umræður á Alþingi greindar þegar tillaga var lögð fram af ríkisstjórninni um að gengið skyldi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið á sumarþingi 2009. Þau þemu sem voru mest áberandi í þingumræðum og viðtölum voru fullveldi, sjávarútvegur, landbúnaður, gjaldmiðill, þróun Evrópusambandins og örlög aðildarviðræðna. Kenningin um mótunarhyggju hentar best til að lýsa afstöðu þingmanna um hvernig Ísland eigi að nálgast Evrópusamrunann og sá þáttur sem vegur þyngst í gögnunum er að vernda fullveldi Íslands og halda því óskertu.

Samþykkt: 
  • 8.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16128


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð_Gullna_Treyjan_(Autosaved).pdf740.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna