is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16130

Titill: 
  • Bolungarvík : að breyta þorpi í þjóðbraut : tengsl menningartengdrar ferðaþjónustu, sjávarþorpa og samfélagsfrumkvöðla
  • Titill er á ensku Bolungarvík : to change a village into a thoroughfare
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi 30 eininga ritgerð, „BOLUNGARVÍK, - að breyta þorpi í þjóðbraut“, er til meistaraprófs í Menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Ritgerðarefnið er valið vegna áhuga á samfélagi og sögu Bolungarvíkur og framtíðarmöguleikum íbúanna þar. Það kann að vera álitamál að gera að fræðilegu umfjöllunarefni eitthvað sem er svo stór og persónulegur hluti af manni sjálfum. Ég er fædd og uppalin í Bolungarvík, flutti þaðan 16 ára og flutti til baka fertug. Æskan og uppvöxturinn, saga foreldra og forfeðra með móðurmjólkinni, gleði og sorgir samfélagsins á mörgum sviðum á mínum líftíma, áhyggjur af framvindu og framtíð, – allt er þetta persónulegt og stór hluti af mínu eigin lífi og lífsgildum.
    Löngunin til að reyna að hafa áhrif, finna leiðir, skapa ný tækifæri og færa rök fyrir nýsköpun og mikilvægi frumkvöðla í fjölbreyttri uppbyggingu, eru megin drifkrafturinn í þessum skrifum. Leitað er raunhæfra dæma annarsstaðar frá þar sem tekist hefur að snúa vörn í sókn í samfélögum þar sem atvinnuvegir hafa hrunið og samfélög tekið frumkvöðla með nýjar hugmyndir í sátt.
    Leitað er í smiðju fræðimanna á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu, skoðuð er barátta jaðarsvæða í öðrum löndum, viðruð er ný hugmyndafræði um uppbyggingu samfélaga og fjallað um einkenni frumkvöðla og samfélagsfrumkvöðla. Allt er þetta gert til að færa rök fyrir því að Bolungarvík eigi sér sannarlega bjarta framtíð ef rétt er á málum haldið með breyttum viðhorfum, öflugra samstarfi bæjarbúa, pólitískra yfirvalda (bæjaryfirvöld og ríkisvald) og forstöðumanna fyrirtækja og stofnana, við frumkvöðla.
    Með breyttri hugsun, yfirlýstri stefnu, skapandi vinnuaðferðum, samvinnu við samfélagsfrumkvöðla og virkri og almennri þátttöku og samtakamætti íbúa, geta Bolvíkingar aukið aftur samfélagsauð sinn og hafið nýja upp-byggingu á samfélaginu til framtíðar.
    (Soffía Vagnsdóttir, 2013).
    Niðurstöður rannsóknar minnar sýna að það er raunhæfur möguleiki á að Bolungarvík geti aftur orðið eitt af framsæknustu þorpum landsins með blandaða nýsköpunarstarfsemi sem bæði tengist nýjum tækifærum í sjávarútvegi en ekki síst menningartengdri ferðaþjónustu byggðri á menningarsögu og menningararfi Bolungarvíkur.
    Viðmælendur mínir og þeir sem tóku þátt í könnun í tengslum við skrifin staðfesta með svörum sínum að rauði þráðurinn til að ná fram breytingunum er samstaða, jákvæðni, virk þátttaka og frumkvæði íbúa til þess að hafa áhrif á þróun bolvísks samfélags. Svör þeirra renna stoðum undir þá kenningu sem gengið er út frá í þessum skrifum, – að með breyttri hugsun, yfirlýstri stefnu, skapandi vinnuaðferðum og virkri þátttöku geta Bolvíkingar aukið aftur samfélagsauð sinn og hafið nýja uppbyggingu á samfélaginu til framtíðar.
    Mikilvægt er að auka umræðu um mikilvægi samfélagsfrumkvöðla og hlusta á þá.

  • Útdráttur er á ensku

    This 30 ECTS research paper, „BOLUNGARVÍK, - to change a village into a thoroughfare”, is written for a master´s degree in Cultural administration from the University of Bifröst. The subject was chosen because of my great interest in the society and history of the community of Bolungarvík and the potential of its inhabitants in daily life.
    It may be criticisable to choose a subject that is such an important part of my personal life as a theoretical topic. I was born and raised in Bolungarvík until I moved away when I was 16 years old and I then turned back in my fifties. My youth and upbringing years, the stories of my parents and grandparents from my earliest memories, the community´s joy and sorrow in many areas all through my lifetime, worries about its development and its future, - these are all very personal and important parts of my own life and my own values. The results of my research show that with mixed entrepreneurial businesses, - innovations in seafood industry, but no lesser in tourism industry based on cultural history and the cultural heritage of Bolungarvík, it is a real possibility to change Bolungarvík into one of the most progressive villages in Iceland once more.
    The desire to try to have influence, to find ways, to create new opportunities and to speak for firmly based innovation and the importance of entrepreneurs in diverse development, is the main driving force in this thesis.
    I introduce actual case studies introduced from other sites where widespread changing has occurred, where complete industries have collapsed and communities have in the aftermath opened their arms to entrepreneurs with new ideas.
    I have been studying theses from theoreticians in the field of cultural tourism, the topic of struggle in rural areas in other countries. I am also introducing new ideas on the infrastructure of communities and the characteristics of entrepreneurs and social entrepreneurs.
    The purpose of all this is to argument that Bolungarvík could have a bright future based on changed attitudes, powerful cooperation of residents, political authorities and managers in companies and institutes with entrepreneurs.
    With changed thinking, expressed policy, creative work methods, collaboration with social entrepreneurs and active and common involvement and power of cooperation of the inhabitants, Bolungarvík could again prosper and start developing their community unto a future of more communal wealth.
    (Soffía Vagnsdóttir, 2013).
    My interviewees and those who participated in a survey related to this thesis confirm in their answers, that the main instrument in reaching those changes is solidarity, positive attitude, active involvement and resident´s initiative to have influence on the development in the Bolungarvík community. Their answers also confirm my hypothesis that by remodelled thinking, expressed policy, creative working methods and active involvement, the people in Bolungarvík can increase their social capital and set out onto the path of new development of the community into the future.
    It is significant to further discussion about the importance of social entrepreneurs and that they are worth to be listened to.

Samþykkt: 
  • 8.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16130


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ENDANLEG ÚTGÁFA 4. apríl 2013.pdf2.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna