is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16139

Titill: 
  • Afburðaárangur í námi: Tengsl við skuldbindingu framhaldsskólanema til náms og skóla, þörf fyrir námsráðgjöf, þátttöku í skipulögðum áhugamálum og uppeldisaðferðir foreldra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að kanna að hvaða leyti afburðanemendur eru ólíkir öðrum nemendahópum með tilliti til skuldbindingar til náms og skóla, þörf fyrir námsráðgjöf, þátttöku í áhugamálum utan skólans og uppeldisaðferða foreldra. Nemendum var skipt í fimm hópa eftir námsárangri (slakir-, sæmilegir-, meðal-, góðir- og afburðanemendur). Gagnaöflun fór fram árið 2007 og nær þessi rannsókn til 2504 16 til 19 ára þátttakenda úr öllum framhaldsskólum landsins. Niðurstöður sýndu að afburðanemendur höfðu að jafnaði meiri metnað og framtíðarsýn í námi og sinntu áhugamálum meira utan skólans heldur en aðrir nemendur. Jafnframt voru afburða- og góðir nemendur með jákvæðari tilfinningar í garð skóla en aðrir nemendahópar og með meiri félaglega þátttöku en sæmilegir og slakir nemendur. Auk þess kom fram að afburðanemendur þurftu ekki síður en aðrir ráðgjöf um námsval. Þótt lægra hlutfall þeirra en annarra hópa teldi sig þurfa ráðgjöf um persónuleg vandamál og vinnubrögð í námi taldi samt fjórðungur þeirra sig þurfa frekari ráðgjöf um vinnubrögð í námi. Hærra hlutfall afburðanemenda átti háskólamenntaða foreldra og afburða- og góðir nemendur upplifðu meiri hegðunarstjórn foreldra en slakir nemendur. Niðurstöður raðbreytuaðhvarfsgreiningar sýndu að mikill metnaður og sterk framtíðarsýn nemenda og jákvæðar tilfinningar í garð skólans einkenndi sterkast hóp afburðanemenda auk háskólamenntunar foreldra.

Samþykkt: 
  • 9.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16139


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA.pdf827.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna