is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16146

Titill: 
  • Fall banka og fyrirboðar fjármálakreppa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bankar eru fjármálastofnanir sem leika afar mikilvægt hlutverk í samfélaginu. Fall banka getur á stuttum tíma haft alvarleg áhrif á stöðugleika hagkerfisins og valdið miklum samfélagslegum kostnaði. Helstu þættir sem skipta máli þegar fall banka er skoðað eru lausafé, eigið fé og traust. Vegna þess mikla kostnaðar sem fall banka hefur í för með sér er mikils til þess að vinna að geta séð slíkt fyrir. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að fyrirboðar kreppu geri almennt vart við sig 12-19 mánuðum áður en hún á sér stað. Markmið ritgerðarinnar tvíþætt. Í fyrsta lagi að varpa ljósi á helstu orsakir á falli banka og í öðru lagi að kanna hvort þróun hagstærða geti gefið vísbendingar um að fjármálakreppa sé í nánd. Íslenska bankahrunið er sett í samhengi við hrunið í Svíþjóð árið 1992 og í Tælandi árið 1997 og aðstæður landanna bornar saman. Fyrirboðar fjármálakreppa verða skoðaðir og valdar hagstærðir úr fyrri rannsóknum verða teknar fyrir: hagvöxtur, viðskiptahalli, verðbólga og raungengi. Í framhaldinu er þróun hagstærðanna skoðuð í löndunum þremur. Rannsóknin var byggð á fyrirliggjandi gögnum frá seðlabönkum, hagstofum og alþjóðastofnunum. Einnig var notast við ritrýndar tímaritsgreinar, fræðibækur og skýrslur. Niðurstöður leiddu í ljós að helstu orsakir falls banka má rekja til eigin- og/eða lausafjárvanda. Traust getur haft mikilvægt áhrif á stöðu þessara þátta. Ef innstæðueigendur tapa trausti á bankanum getur áhlaup hafist og bankinn átt erfitt með endurfjármögnun. Velgengni í bankastarfsemi og efnahagslífinu í heild fylgjast í hendur og hið sama gildir um niðursveiflur. Niðurstöður leiddu ennfremur í ljós að þróun þeirra hagstærða sem skoðaðar voru bentu til fjármálakreppu. Þróun hagstærðanna í löndunum þremur var í samræmi við fyrri rannsóknir um fyrirboða hruns.

  • Útdráttur er á ensku

    Banks are financial institutions that play a very important role in modern society. The collapse of a bank can quickly have a serious effect on the stability of the economy as a whole and cost societies huge amounts. The most important factors to be considered while looking at bank failures are the banks equity, liquidity and trust. Because of the great cost associated with bank failures it can be immensely beneficial to predict these failures ahead of time. Research has shown that in general, early warning signs of a crisis can be spotted 12-19 months before it happens. The aim of this paper is twofold. Firstly, to explain the main causes of banking failures and secondly, to attempt to determine whether trends in certain macroeconomic data suggests that a financial crisis is at hand. The banking crisis in Iceland will be put into perspective with the Swedish crisis in 1992 and the Thai one in 1997, and the circumstances in those countries will be compared. The early warning signals of a financial crisis will be examined, and selected variables from previous research will be discussed. The variables that will be examined in this paper are economic growth current account deficits, inflation and real exchange rates. Subsequently, trends in these variables will be analyzed in the three countries previously mentioned. This investigation draws on existing quantitative data from central banks, bureau of statistics and international organizations. The investigation also drew upon peer reviewed journals, academic books and reports. This paper concludes that the main causes of bank failures can be traced to equity and/or liquidity problems. Trust can have an important effect on these two factors. If depositors lose trust in a bank, it may lead to a run on the banks deposits and the bank may have problems refinancing itself. Success in the banking sector correlates with an upswing in the economy and the same goes for economic downturns. This paper finds that trends in the selected macroeconomic variables can suggest a banking crisis ahead of time. The trends in the data were consistent with previous research about early warning signs of financial crises.

Samþykkt: 
  • 13.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16146


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fall banka og fyrirboðar fjármálakreppa.pdf990.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna