is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16148

Titill: 
  • Er Ísland góður fjárfestingakostur fyrir erlenda fjárfesta ?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar er að komast að því hvort það sé grundvöllur fyrir beinni erlendri fjárfestingu hér á landi og hvort að fjárfestingaumhverfið á Íslandi sé ákjósanlegt fyrir erlenda fjárfesta. Alþjóðavæðing hefur ýtt undir beina erlenda fjárfestingu og hafa beinar erlendar fjárfestingar (BEF) aukist um allan heim og hefur vöxtur hennar verið mikill síðustu áratugi. Á Íslandi hefur vöxtur BEF ekki verið í samræmi við aðrar þjóðir þar sem umfang hennar hefur verið lítið, ásamt því að þær erlendu fjárfestingar sem hingað hafa komið hafa verið taldar fremur einsleitar, þar sem þær hafa að mestu verið í stóriðju og orkufrekum iðnaði. Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum árin lítið aðhafst í að efla markvist BEF og hefur engin heildstæð og skýr stefna varðandi málaflokkinn verið mótuð. Þau lög og lagarammar sem gilda um BEF á Íslandi eru að mestu aðlöguð að þeim erlendu stóriðjufyrirtækjum sem hafa fótað sig hér á landi frá árinu 1966, þegar fyrsta álverið var reist á Íslandi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að Ísland er aðlaðandi land og hefur uppá margt að bjóða. Hins vegar eru hindranir fyrir BEF ansi margar og er Ísland á heimsvísu almennt talið ósamkeppnishæft á grundvelli beinnar erlendrar fjárfestingar. Landsáhætta, þá er átt við óstöðugt efnahagslíf og pólitískra óvissuþátta, er talin vera mjög mikil og hefur það haft veruleg áhrif á ákvörðunartöku erlendra fjárfesta sem sýnt hafa áhuga á landinu þar sem ávöxtunarkrafa þeirra þarf að vera mjög há ef þeir taka þá áhættu að koma hingað til lands. Þær hindranir, aðrar en landsáhætta, sem hafa mest árhrif á erlenda fjárfesta og gerir það að verkum að Ísland er ekki fýsilegur fjárfestingakostur, eru: pólitískur óstöðuleiki, pólitísk óvissa og skortur á hagstjórn sem hefur einkennt íslensk stjórnvöld um langt skeið. Einnig hefur skort skýrari lagaramma, ásættanlegri verklagsferla og hefur mikil óvissa ríkt um lagalega stöðu og vernd fjárfestinga ásamt ákvörðunum sem byggjast á pólitísku mati einstakra ráðherra.

Samþykkt: 
  • 13.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16148


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Ritgerð-2013_Björg-Hjördís-Ragnarsdóttir (3).pdf483.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna