is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16150

Titill: 
  • Fjárfesting í fólki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar var að kanna þá lykilhvata sem búa að baki því að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefja nám samhliða starfi, hvaða ávinning þeir upplifa af náminu og samspil þessara tveggja þátta, lykilhvata og ávinnings. Einnig hvort að aðildarfyrirtækin sem fjármagna Menntunarsjóð SSF njóti aukinnar tryggðar þeirra starfsmanna sem þiggja styrki úr honum og hvort það skiptir máli hvað tryggðina varðar að fá til viðbótar styrk frá fyrirtækinu.
    Um megindlega rannsókn var að ræða og var þýðið 610 styrkþegar Menntunarsjóðs SSF á árabilinu 2010 – 2013. Rafræn spurningakönnun var send á hópinn og var svarhlutfallið 47%. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að lykilhvatar til náms með starfi tengist fyrst og fremst von um að efla færni, áhuga á námsefni, von um hærri laun, aukið sjálfstraust, ánægju af að læra, aukna ábyrgð og von um aukinn framgang í núverandi starfi. Ávinningurinn er á svipuðum nótum, þátttakendur upplifa aukningu á sjálfstrausti, aukinn námsáhuga og aukna starfsánægju meðan á námi stendur og enn fleiri þætti eftir að námi lýkur. Jafnframt kom í ljós að styrkur frá fyrirtækinu til viðbótar við styrk Menntunarsjóðs SSF hafði áhrif á tryggð þátttakenda, bæði gagnvart fyrirtækinu og fjármálageiranum.

Samþykkt: 
  • 13.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjárfesting í fólki.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna