is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16151

Titill: 
  • Tengsl próteinneyslu á fyrsta aldursári við líkamsþyngdarstuðul og styrk IGF-1 í blóði sex ára barna
  • Titill er á ensku Relationship between protein intake in the first year of life and body mass index and IGF-1 concentration at six years
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur og markmið: Mikil próteinneysla ungbarna hefur verið tengd við aukinn vöxt og hærri líkamsþyngdarstuðul (LÞS) á barnsaldri. Rannsóknir benda til þess að prótein frá dýraafurðum, og þá sérstaklega mjólkurafurðum, hafi meiri áhrif á vöxt en prótein frá jurtaafurðum og að áhrifum sé miðlað í gegnum insúlín-líkan vaxtarþátt 1 (IGF-1). Íslenskar ráðleggingar um mataræði ungbarna voru endurskoðaðar árið 2003. Áhersla var lögð á brjóstagjöf og takmarkaða neyslu kúamjólkur. Þessi ritgerð byggir á gögnum úr tveimur framvirkum ferilrannsóknum á íslenskum ungbörnum, fæddum 1995-6 og 2005, fyrir og eftir endurskoðun ráðlegginganna. Eftirfylgni var framkvæmd við 6 ára aldur. Markmið voru: 1) Að kanna áhrif endurskoðaðra ráðlegginga á próteinneyslu ungbarna og möguleg áhrif á LÞS og tíðni ofþyngdar við 6 ára aldur og 2) Að rannsaka tengsl milli próteinneyslu ungbarna og LÞS auk IGF-1 styrks í blóði barna við 6 ára aldur með áherslu á uppruna próteina.
    Aðferðir: Þátttakendur voru 90 börn fædd 1995-6 og 170 börn fædd 2005. Fæðuneysla við 9 og 12 mánaða aldur var metin með vigtaðri fæðuskráningu. Upplýsinga um hæð og þyngd á fyrsta aldursári, við 18 mánaða aldur (bara 2005 rannsóknin) og við 6 ára aldur var aflað. Blóðprufa var tekin og styrkur IGF-1 mældur við 6 ára aldurinn (bara 2005 rannsóknin).
    Niðurstöður: Helsta breyting í fæðuvali barna milli 1995-6 og 2005 rannsóknanna var minni neysla á kúamjólk (sem inniheldur 3,4 g prótein/100 g) og hennar í stað fengu börn almennt stoðmjólk til drykkjar (1,8 g prótein/100 g). Þetta leiddi til marktækt lægri próteinneyslu í síðari rannsókninni samanborið við þá fyrri, 11,9% af heildarorku (E%) samanborið við 14,4 E% (P<0,0001) við 9 mánaða aldur og 14,6 E% samanborið við 15,6 E% (P=0,016) við 12 mánaða aldur. Neysla kúamjólkur og próteina, og þá sérstaklega próteina frá dýraafurðum, við 12 mánaða aldur var jákvætt tengd LÞS við 6 ára aldur. Niðurstöðurnar spáðu því að fyrir hver auka 100 g sem 12 mánaða gömul börn neyttu af kúamjólk myndi LÞS við 6 ára aldur hækka um 0,2 (0,0; 0,3) kg/m2. Börn í hæsta fjórðungi dýrapróteinneyslu (≥ 11,9 E%) við 12 mánaða aldur voru með marktækt hærri LÞS við 12 mánaða (0,7 (0,0; 1,3) kg/m2), 18 mánaða (0,7 (0,1; 1,3) kg/m2) og 6 ára aldur (0,8 (0,2; 1,4) kg/m2) en börn í lægsta fjórðungi dýrapróteinneyslu (<7,7 E%). Börn sem enn voru á brjósti við 12 mánaða aldur (19% barna í 2005 rannsókninni) voru með lægri LÞS við 18 mánaða aldur (-0,7 (-1,2; -0,1) kg/m2) en börn sem voru skemur á brjósti. Jákvætt línulegt samband fannst milli neyslu mjólkurpróteina 12 mánaða stúlkna og IGF-1 styrks þeirra í blóði við 6 ára aldur (5,4 (2,5; 8,2) µg/l), óháð hæð og þyngd við 6 ára aldur. Hlutfallslega færri börn voru greind sem of þung (og of feit) í 2005 rannsókninni samanborið við 1995-6 rannsóknina, 12% samanborið við 21% (P=0,045).

    Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að endurskoðun ráðlegginga og tilkoma stoðmjólkur á markað hafi dregið úr próteinneyslu meðal íslenskra ungbarna. Hugsanlega á þessi breyting þátt í því að LÞS 6 ára barna virðist fara lækkandi og færri börn greinast of þung í síðari rannsókninni samanborið við þá fyrri. Niðurstöðurnar styðja áherslur um brjóstagjöf auk þess sem leita þarf leiða til að draga úr mikilli neyslu próteina úr dýraafurðum. Ástæða er til að kanna nánar þýðingu hækkaðs IGF-1 styrks meðal 6 ára stúlkna sem neyttu mikils magns mjólkurpróteina við 12 mánaða aldur. Hátt IGF-1 gæti verið vísbending um snemmbúinn kynþroska sem talinn er geta haft slæm áhrif á heilsu síðar á ævinni.

  • Útdráttur er á ensku

    Background and objective: High protein intake in infancy has been associated with increased growth and higher body mass index (BMI) in childhood. It has been suggested that animal protein, in particular dairy protein, has a stronger association with growth than vegetable protein has and that the effects might be mediated via insulin-like growth factor 1 (IGF-1). Icelandic infant dietary recommendations were revised in 2003, emphasising prolonged breastfeeding and limited consumption of cow’s milk. This thesis is based on data from two prospective cohort studies on Icelandic infants, born in 1995-6 and 2005, previous to and after the revision of recommendations. Participants were followed-up at 6 years of age. The objectives of this thesis were: 1) To study the effects of revised recommendations on protein intake among infants and possible effects on BMI and prevalence of overweight at 6 years, and 2) To study the relationship between protein intake in infancy and BMI in addition to IGF-1 concentration at 6 years, with focus on sources of dietary protein.
    Methods: Subjects were 90 children born in 1995-6 and 170 children born in 2005. Dietary intake at 9 and 12 months was assessed by weighed food records. Information about height and weight during the first year of life, at 18 months (only 2005 cohort) and at 6 years was gathered. Blood samples were taken and IGF-1 measured at 6 years of age (only 2005 cohort).
    Results: The main alteration in the diet of children between the 1995-6 and 2005 cohorts was a shift from cow’s milk (containing 3.4 g protein/100 g) towards a general consumption of follow-on formula (1.8 g protein/100 g). This resulted in a significantly lower intake of protein in the latter cohort compared to the former, 11.9 percent of energy (E%) vs. 14.4 E% (P<0.0001) at 9 months and 14.6 E% vs. 15.6 E% (P=0.016) at 12 months of age. Consumption of cow’s milk and protein, especially animal protein, at 12 months was positively associated with BMI at 6 years. The results indicate that each 100 g increase in cow’s milk at 12 months of age would result in a 0.2 (0.0, 0.3) kg/m2 higher BMI at 6 years. Children in the highest quartile of animal protein intake at 12 months (≥11.9 E%) had higher BMI at 12 months (0.7 (0.0, 1.3) kg/m2), 18 months (0.7 (0.1, 1.3) kg/m2) and 6 years (0.8 (0.2, 1.4) kg/m2) than children in the lowest quartile of animal protein intake (<7.7 E%). Children still being breastfed at 12 months (19% in the 2005 cohort) had lower BMI at 18 months (-0.7 (-1.2, -0.1) kg/m2) than children breastfed for a shorter duration. Dairy protein intake at 12 months was a positive predictor of IGF-1 at 6 years for girls (5.4 (2.5, 8.2) µg/l), independent of height or weight at 6 years. Relatively fewer children were classified as being overweight (including obese) in the 2005 cohort compared to the 1995-6 cohort, 12% vs. 21% (P=0.045).
    Conclusions: The results presented in this thesis suggest that the revised recommendations and the general use of follow-on formula decreased protein intake among Icelandic infants. It is possible that this alteration is partly responsible for a downwards trend in BMI at 6 years and lower overweight prevalence in the 2005 cohort than the 1995-6 cohort. The results support the emphasis on breastfeeding and display a requirement for approaches aimed at decreasing intake of animal protein. The relevance of higher IGF-1 concentration among 6 year old girls with high intake of dairy protein at 12 months should be examined. High IGF-1 may be a suggestion of early puberty that may have negative effects on health later in life.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknirnar sem þessi ritgerð byggir á voru framkvæmdar með stuðningi úr rannsóknasjóðum Landspítala, Háskóla Íslands og RANNÍS. / The studies presented in the thesis were carried out with financial support from research funds of Landspitali, University of Iceland and the Icelandic Centre for Research (RANNIS).
Samþykkt: 
  • 13.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birna Thesis.pdf782.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna