is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16169

Titill: 
  • Erlend fjárfesting á Íslandi : af hverju ættu erlendir fjárfestar að vilja reisa gagnaver á Íslandi og af hverju ekki? Hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar Íslands sem staðsetning fyrir gagnaver?
  • Titill er á ensku Foreign direct investment in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast við að svara þeirri spurningu af hverju erlendir fjárfestar ættu að vilja reisa gagnaver á Íslandi og af hverju ekki.
    Erlend fjárfesting á Íslandi hefur aldrei talist mikil en er nú í sögulegu lágmarki. Síðustu ár hefur verið fjallað í sífellt meira mæli um hugsanlega “gagnaversvæðingu” á Íslandi og landið verið nefnt kjörlendi fyrir gagnaver. Erlendir fjárfestar í greininni hafa í vaxandi mæli sýnt Íslandi áhuga en fjárfestingar hafa þó ekki vera að skila sér til landsins og enn eru engin ný áform um byggingu gagnavera í hendi.
    Helstu niðurstöður höfundar eru þær að erlendir fjárfestar hafa, eins og staðan er í dag, ekki margar ástæður til að velja Ísland sem staðsetningu fyrir gagnaver umfram aðrar þjóðir, þrátt fyrir aðgang að grænni, endurnýjanlegri og tiltölulega ódýrri orku auk hagstæðra veðurskilyrða. Veikleikar Íslands virðast vega þyngra en styrkleikarnir í augum erlendra fjárfesta en hingað til hafa þeir heldur valið að staðsetja gagnaver sín annars staðar en á Íslandi. Á Íslandi eru margir óvissuþættir til staðar sem fælt geta erlenda fjárfesta frá landinu. Mikill skortur er til að mynda á tæknimenntuðu vinnuafli, framleiðni vinnuafls á Íslandi er lægri en í samanburðarlöndum auk þess sem óvissa ríkir um framboð orku og orkuverð. Gengissveiflur, gjaldeyrishöft, ófyrirsjáanleg ákvarðanataka og sífelldar skattahækkanir stjórnvalda eru einnig stórir gallar sem vissulega gætu spilað inn í ákvarðanatöku erlendra fjárfesta sem alla jafna leita eftir stöðugleika, öryggi og fyrirsjáanlegu viðskiptaumhverfi.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Ritgerð_Hrafnhildur_Árnadóttir_2013_Final.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna