ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Viðskiptadeild>Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16172

Titlar
  • Íslensk fatahönnun : um neytendur íslenskrar fatahönnunar

  • en

    Icelandic clothing design : about consumers of Icelandic clothing design

Skilað
Júní 2013
Útdráttur

Síðustu ár hefur áhugi Íslendinga á skapandi greinum aukist og mikil gróska er í hönnun almennt. Markmiðið með rannsókn þessarar ritgerðar var að skoða hvernig neytendur skilgreina íslenska fatahönnun, hvers vegna þeir kaupa íslenska fatahönnun og hvað skiptir máli við slík kaup. Notast var við bæði eigindlegar og megindlegar aðferðir við rannsóknina. Tekin voru viðtöl við þrjá fagaðila sem starfa í greininni til að varpa ljósi á stöðu íslenskrar fatahönnunar. Þá var rýnihópur einnig kallaður saman til að ræða um íslenska fatahönnun. Niðurstöður rýnihópsins voru notaðar við mótun spurningakönnunar sem var lögð fyrir notendur Facebook og send með tölvupósti til nemenda við Háskólann á Bifröst.
Helstu niðurstöður voru þær að fólk velur íslenska fatahönnun út frá fagurfræðilegum þáttum. Miklu máli skipti að flíkurnar væru fallegar, úr góðu efni, vel saumaðar og klassískar. Íslensk fatahönnun var skilgreind sem flík sem væri hönnuð af Íslendingi, óháð menntun hans og bakgrunni, og flík sem íslenskur fatahönnuður hannaði undir eigin nafni

Samþykkt
20.8.2013


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS_ritgerð_Jóhanna... .pdf1,28MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna