is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16176

Titill: 
  • Hagvöxtur og skuldir ríkissjóðs : er sýnileg fylgni á milli þessara breyta?
  • Titill er á ensku Economic growth and government debt : is there visible correlation between these variables
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við rannsókn þessa, sem hrundið var af stað eftir hugmynd frá Samtökum lánþega, var farið í gagnaöflun sem fór að miklu leyti fram á vef Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (AGS).
    Unnið var úr þeim gögnum og skoðað hvort það væri fylgni á milli breytinga á skuldum ríkisins annars vegar og breytinga á vergri landsframleiðslu hins vegar. Einnig var skoðuð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Teknar voru fyrir þrjár þjóðir og bornar saman, það eru Ísland, Noregur og Þýskaland. Reynt var að fara nokkuð ítarlega í upplýsingar þær er fengust á vef AGS og unnið út frá þeim. Rétt þótti að nota aðeins þessa einu gagnaveitu til þess að vera með sams konar tölur fyrir þjóðirnar, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir óþarfa skekkjur. Það er þó alltaf hætta á einhverjum skekkjum.
    Notaður var hlutfallareikningur og einnig var reiknuð út fylgni með Pearsons-aðferð.
    Helstu niðurstöður varðandi atvinnuleysi og verðbólgu eru þær að neikvæð fylgni er í öllum löndunum þremur. Ísland er með -0,5 Noregur með -0,6 og Þýskaland með -0,25.
    Fylgnin á milli vergrar landsframleiðslu og skuldastöðu er hins vegar verulega veik þegar á heildina er litið og höfundur telur ekki raunhæft að tala um að þar sé fylgni.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16176


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Sigurbjörg_Kristmundsdóttir.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna