is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16179

Titill: 
  • Viðskiptasiðfræði á tuttugustu og fyrstu öldinni : hafa siðferðisleg gildi áhrif á starfsemi markaðsfyrirtækja og auglýsingastofa?
  • Titill er á ensku Business ethics in the twenty first century
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um siðferði í auglýsingum. Hvort siðareglum sé beitt og í hvaða mæli, hvort þær séu til viðmiðunar eða fylgt í þaula. Þau hugtök sem um ræðir eru siðfræðikenningar á borð við dygðasiðfræði, nytjastefnu og skyldusiðfræði. Einnig er rætt aðeins um afstæðishyggjuna, sem er þó ekki siðfræðikenning sem slík en er notuð til að hrekja hinar kenningarnar. Settar eru fram þrjár rannsóknarspurningar og tvær tilgátur að auki. Gerð var spurningalistakönnun á netinu, tekin viðtöl við fjóra einstaklinga sem starfa á auglýsingastofum, viðtal við formann Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) og nefndarmann í siðanefnd SÍA.
    Eftir vinnuna við ritgerðina kom í ljós að auglýsingastofur og markaðsfyrirtæki hafa til hliðsjónar viðamiklar siðareglur. Til eru samtök sem heita Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) og heldur það utan um siðareglur sem margar af stærri auglýsingastofum landsins fara eftir. Þrátt fyrir að ekki séu allar auglýsingastofur aðilar að þessum samtökum þá fylgja þær sumar hverjar samt engu að síður þessum siðareglum SÍA. Höfundur taldi að siðferðisgildi væru ekki mikið notuð í auglýsingageiranum í dag, en annað kom á daginn. Eftir viðtöl við starfsfólk auglýsingastofa og lestur um kenningar siðfræðinnar kom í ljós að þetta er líka stundum spurning um hvað viðkomandi finnst siðlaust. Það eru ekki allir með sömu siðareglur að leiðarljósi. Einnig kom í ljós að ekki þætti nú vænlegt fyrir auglýsingastofu að gera siðlausa auglýsingu sem jafnvel móðgaði almenning, enda næst þá ekki það markmið að gera vöru eða þjónustu söluvænlega. Þetta er sjónarmið sem höfundur hafði í raun ekki velt fyrir sér.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BsRitgerð-Halldóra-Hreinsdóttir.21.05.2013.pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna