is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16182

Titill: 
  • Árangursþættir við markaðssetningu á Internetinu með áherslu á leitarvélar
  • Titill er á ensku Success factor in online marketing
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útbreiðsla Internetsins hefur vaxið mikið síðastliðin ár bæði með tilkomu samfélagsmiðla og þráðlausra veftækja. Með samfélagsmiðlum og aukinni notkun á snjallsímum og öðrum þráðlausum veftækjum gefast fyrirtækjum kostur á að eiga samskipti við viðskiptavini sína með mun skilvirkari og áhrifaríkari hætti en áður þekktist.
    Rannsóknir hafa sýnt að með aukinni notkun þráðlausra veftækja þá eykst tími notenda á Internetinu og þá sérstaklega inni á samfélagsmiðlum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að samfélagsmiðlar eru hentugt verkfæri í markaðssamskiptum fyrirtækja.
    Í dag nota að lámarki 75% erlendra ferðmanna sem koma til Íslands netið til þess að leita að ferðatengdri vöru eða þjónustu. Því er það gríðarlega mikilvægt fyrir ferðaþjónustufyrirtæki að vera sýnileg á netinu. Leitarvélar leika lykilhlutverk við markaðssetningar á ferðatengdri vöru eða þjónustu þar sem leit flestra byrjar nákvæmlega þar. Ef heimasíða ferðaþjónustuaðila kemur ekki upp í fyrstu niðurstöðu leitarvélar eða að lágmarki á fyrstu þremur þá má halda því fram að í augum þeirra sem leita sé hún ekki til. Þess vegna er mjög mikilvægt að markaðssetja leitarvélar rétt og ef fyrirtæki ætlar að vera í samkeppni þá er eins gott að hafa puttann á púlsinum hvað það varðar.
    Rannsóknin beindist að íslenskri heimasíðu sem heitir visiticeland.com. Gerð var vefgreining þar sem umferðin inn á síðuna var greind, hvaðan hún var að koma, hvað voru ferðmenn mest að skoða inni á heimsíðunni og hver voru vinsælustu leitarorðin. Markmiðið var að finna út fyrir hvern visiticeland.com er. Við þetta verk notaði höfundur skýrslu sem Ferðamálastofa gerði fyrir árið 2011 á erlendum ferðmönnum sem komu til landsins og einnig niðurstöður úr vefgreiningu.
    Helstu niðurstöður úr vefgreiningunni eru að umferðin er helst að skila sér með náttúrulegum leitarniðurstöðum frá Google og beinni leit(e.direct). Þau leitarorð sem helst voru notuð tengdust náttúrunni og ferðamáta, en samræmi var milli helstu leitarorða og því sem var helst skoðað á heimasíðunni visiticeland.com.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16182


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaSkil_9-4-2013_OLOF.pdf1.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna