is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16183

Titill: 
  • Kennslukostnaður í framhaldsskóla
  • Titill er á ensku Price of teaching in highschool
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að greina og rýna í fjármál í opinberum framhaldsskóla á Íslandi. Á undanförnum árum hefur verið lögð æ ríkari áhersla á hagræðingu í opinberum rekstri og framlög til reksturs stofnana íslenska ríkisins markvisst verið skorin niður. Hafa stjórnendur í framhaldsskólum ekki farið varhluta af niðurskurðinum frekar en stjórnendur annarra opinberra stofnana.
    Rannsóknarhluti ritgerðarinnar fólst í því að greina fjárhagsupplýsingar Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sem er til umfjöllunar í þessari ritgerð. Auk þess voru skoðuð lög og reglugerðir sem snerta starfsemina, kjarasamningar og samstarfssamningar skoðaðar auk þess sem rætt var við stjórnendur stofnunarinnar. Tilgangur rannsóknarinnar var að finna hvaða liðir í rekstrinum hafa áhrif á breytingu á kennslukostnaði og greina jaðarkostnað viðbótarhóps í kennslu.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að laun vegna kennslu er eini beini áhrifavaldurinn í kennslukostnaði og jaðarkostnaður hvers hóp í kennslu er kr. 684.110.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerdin_Kennslukostnadur_i_framhaldsskola_lokaeintak_til_skila.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna