is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16184

Titill: 
  • Þekking íslenskra markaðsmanna á stafrænni markaðssetningu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um þekkingu íslenskra markaðsmanna á stafrænni markaðssetningu. Lengi hefur verið rætt í íslensku markaðsumhverfi að vandi væri þar á ferð, það er að segja að þekking á stafrænni markaðssetningu væri ekki nægilega góð né nægilega mikil meðal íslenskra markaðsmanna sem leiðir til að markaðsaðgerðir á Internetinu meðal íslenskra fyrirtækja eru ekki eins arðsamar og þær gætu verið. Markmið verkefnisins var að rannsaka hvort þekking meðal íslenskra markaðsmanna á stafrænni markaðssetningu sé ekki nægilega góð, ef raunin er sú, hvað mætti þá betur fara. Er menntakerfið ekki að standa sig hvað varðar að framboð á námi sem er ákjósanlegt fyrir nútíma markaðsfræði? Er markaðurinn ekki að standa sig í því að uppfæra þekkingu sína og vinnubrögð sem taka mið af því síbreytilega og vaxandi markaðslandslagi sem ríkir á Internetinu í dag? Til að kanna þetta var gerð eigindleg Rannsókn A þar sem viðhorf á markaðinum var rannsakað með því að taka viðtöl við þrjú stærstu og mest leiðandi fyrirtækin á markaðinum hvað varðar sérfræðiþekkingu á stafrænni markaðssetningu. Einnig var tekið viðtal við formann ÍMARK sem eru Samtök markaðsfólks á Íslandi til þess að fá meiri yfirsýn til málefnisins. Niðurstöður rannsóknarinnar falla vel að þeirri ályktun að vandi sé á ferð. Allir þátttakendur voru sammála um að þekking á stafrænni markaðssetningu meðal íslenskra markaðsmanna væri ekki nægilega góð né mikil til að fylgja eftir því ört vaxandi markaðslandslagi sem ríkir á Internetinu í dag. Einnig voru þeir sammála um að markaðsmenn nálguðust oftar en ekki stafræna markaðssetningu ekki sem hluta af heildarmarkaðsaðgerðum fyrirtækja. Nálgun íslenskra markaðsmanna á stafrænni markaðssetningu væri einnig oftast út frá sjónarmiðum hefðbundinnar markaðssamskiptaleiða sem ættu ekki við í stafrænu umhverfi. Niðurstaða Rannsóknar A gaf til kynna að vandi væri á ferð í íslensku markaðsumhverfi sem þyrfti að rannsaka nánar. Gerður var spurningalisti og var hann útbúinn útfrá niðurstöðum Rannsóknar A og einnig var stuðst við fræðibækur um stafræna markaðssetningu. Með þessum spurningalista var annars vegar rannsakað viðhorf og hegðun íslenskra markaðsmanna á stafrænni markaðssetningu og hins vegar könnuð þekking þátttakenda á stafrænni markaðssetningu. Niðurstöður í Rannsókn B studdu við ályktanir sérfræðinga í Rannsókn A um að þekkingu væri ábótavant og hún ekki nægilega mikil til þess að standast kröfur hins ört vaxandi markaðsumhverfis sem ríkir á Internetinu. Einnig studdu niðurstöður við þær ályktanir sérfræðinga í Rannsókn A að námsefni á Íslandi væri ekki nægilega vel uppfært þegar kemur að markaðsfræði til þess að gefa nemendum innsýn inn í öll þau tæki og tól sem stafræn markaðssetning hefur upp á að bjóða.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16184


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
digitalmarketing.pdf13.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerð þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem með ljósritun, prentun, opinberri birtun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án leyfis höfundar. @oscarangellopez