is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16196

Titill: 
  • Er vörustjórnun Nýherja viðskiptavinadrifin?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Neytendamarkaður með tæknivörur er síbreytilegur frá ári til árs. Vörur hafa styttri líftíma en áður og úreldast hratt og þörf er á að auka skilvirkni til að minnka kostnað og auka virði til viðskiptavinar. Viðbragð og sveigjanleiki í afhendingu vara skiptir sköpum fyrir samkeppnisforskot fyrirtækja.
    Til að rannsaka þetta nánar var gerður samstarfssamningur við Nýherja hf, en Nýherji er eitt stærsta fyrirtæki landsins í upplýsingatækni. Framkvæmdar voru bæði eigindlegar og megindlegar rannsóknir til að komast að því hversu viðskiptavinadrifin vörustjórnun hjá fyrirtækinu er. Viðskiptavinurinn er settur í fyrsta sæti og er meðhöndlun hans metin á öllum stigum ferils vöru í gegnum fyrirtækið. Kannaðir eru verkferlar, upplýsingakerfi, árangursmælingar, þjálfun og miðlun þekkingar og hvernig þessir þættir vinna saman þvert á deildir fyrirtækisins, en það er sú leið sem varan fer í ferlinu. Enn fremur var upplifun viðskiptavina á þjónustu í verslun fyrirtækisins könnuð.
    Niðurstöður benda til þess vörustjórnun Nýherja er ekki viðskiptavinadrifin. Það sem helst hamlar árangri er skortur á betri samtengingu milli yfirstjórnenda og þeirra sem sinna viðskiptavininum. Vinnuferlar eru óljósir eða ekki fyrir hendi og upplýsingakerfi mætti nýta betur. Stefna fyrirtækisins er ekki öllum ljós og er afleiðingin sú að hún skilar sér ekki niður í rekstrareiningar með þeim hætti sem ætti að gera.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16196


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_lokaskjal.pdf2.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna