is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16207

Titill: 
  • Viðhorf starfsmanna til heilsueflingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heilsuefling er hugtak sem hefur mikið verið rannsakað, bæði almennt og hvernig það hefur áhrif á vinnuaðstæður og framlag starfsmanna. Heilsuefling snýst um samvinnu á milli vinnustaðar, einstaklings og samfélags og felst í því að hvetja og efla starfsmenn til hollara lífernis. Þar sem aukin áhersla hefur verið á heilsu starfamanna og heilsueflingu almennt var
    rannókn þessi gerð til að komast að því hvort munur væri á viðhorfi starfsmanna til heilsueflingar eftir áhættuþáttum. Þessir þættir voru áfengisdrykkja, hreyfing, þyngd,
    reykingar og andleg líðan einstaklinga. Mikilvægt er að vita hvort munur sé á viðhorfi fólks svo hægt sé að útbúa heilsueflingarátak sem nær til sem flestra. Fólk er eins misjafnt og það er margt og því getur einnig verið munur á viðhorfi þess og hvernig það bregst við heilsueflingu.
    Til að komast að því hvort einhver munur sé á viðhorfi fólks var sendur út rafrænn spurningalisti og gat fólk ákveðið hvort það vildi taka þátt. Enginn fékk borgað fyrir þátttöku.
    Alls tóku 213 manns þátt en svör 116 þátttakenda voru notuð til að greina gögnin, þar sem einungis þeir sem voru í vinnu komu til greina til frekari úrvinnslu. Helsta forsenda
    verkefnisins var að þátttakendur þurftu að vera í vinnu þar sem verið er að kanna viðhorf starfsmanna. Komist var að því að enginn munur var á reykingafólki og þeim sem ekki
    reyktu. Enginn munur var á viðhorfi útfrá þyngdarstuðlum, lífsánægju og áfengisdrykkju.
    Eini hópurinn þar sem munur var á viðhorfi fólks var eftir vörðum klukkustundum í líkamsrækt. Viðhorf varð jákvæðara því fleiri tímum sem fólk varði í líkamsrækt að níu
    klukkutímum á viku, eftir það lækkaði viðhorfið aftur. Þetta gefur í skyn að þeir sem fara eftir almennum leiðbeiningum varðandi heilsurækt hafa almennt jákvæðara viðhorf til
    heilsueflingar en þeir sem ekki stunda líkamsrækt.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16207


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín BS verkefni.pdf457.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna