is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16208

Titill: 
  • Rafmagnaður raforkusölumarkaður: Ímynd, viðhorf og virk samkeppni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Raforka uppfyllir mikilvæga þörf í nútímasamfélagi. Samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu (ESB) sem kom til framkvæmdar á Íslandi árið 2006 skal ríkja samkeppni á raforkumarkaði í Evrópu. Viðfangsefni ritgerðarinnar er að greina raforkusölumarkaðinn á Íslandi og viðhorf neytenda. Með viðskiptavinagrunduðu vörumerkjavirði píramída Kellers er hægt að skoða vörumerkjavirði fyrirtækja út frá neytendum, því núverandi viðskiptavinur er lykillinn að langtímaárangri vörumerkis (Kotler og Keller, 2009). Endanleg frammistaða hvers fyrirtækis, farsæld eða fall, er metin út frá úrskurði neytenda um virði vörunnar (Christopher, 2011). Áhersla var lögð á þau þrjú raforkusölufyrirtæki sem hafa markaðsráðandi stöðu á Íslandi. Niðurstaða höfundar er að ekki ríki virk samkeppni á markaði þrátt fyrir tilskipun Evrópusambandsins. Markaðurinn einkennist af einangrun og einokun vegna smæðar sinnar. Þetta má bera saman við síma- og bankakerfið sem fyrir nokkrum árum var í sömu stöðu en hefur í kjölfar einkavæðingar þurft að endurskipuleggja rekstur og markaðsstarf sitt. Lagning sæstrengs til sölu á raforku í Evrópu gæti þýtt að raforkuverð til íslenskra heimila hækkaði töluvert þar sem verð í Evrópu er umtalsvert dýrara. Fyrirtækin ættu að huga betur að viðskiptavinum sínum og greina hvaða þjónustuþættir skiptir þá mestu máli. Til að skapa sér sterkari stöðu á markaði þurfa raforkusölufyrirtækin að byggja upp sterkara vörumerki á góðum grunni sem hefur það að leiðarljósi að bæta hag viðskiptavina og hluthafa.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16208


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_VARID_Leiðrétt_Elín Hrönn_2013.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna