is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16209

Titill: 
  • Markaðssetning á heilsuvörum eftir komu samfélagsmiðla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um markaðssetningu á heilsuvörum með tilkomu samfélagsmiðla. Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvort að markaðssetning á heilsuvörum hafi breyst með tilkomu samfélagsmiðla. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er eftirfarandi:
    Hefur markaðssetning á heilsuvörum breyst með tilkomu samfélagsmiðla?
    Tilkoma Internetsins og síðar samfélagsmiðla hefur skapað ný tækifæri til kynninga fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki. Á þeim vettvangi eru þau þó berskjaldaðri en áður, gagnvart umtali notenda samfélagsmiðla.
    Ritgerðinni er skipt í tvo hluta. Í fyrri hluta hennar verður fræðileg umfjöllum. Í seinni hluta hennar verður fjallað um rannsókn sem rannsakandi framkvæmdi í tengslum við gerð ritgerðarinnar.
    Rannsóknin fór fram með þeim hætti að tekin voru viðtöl við fjóra aðila, sem allir eiga það sameiginlegt að tengjast fyrirtækjum á heilsuvörumarkaði. Rannsóknin fór fram í mars og apríl árið 2013. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að fyrirtæki eru farin að breyta aðferðum sínum við markaðssetningu eftir komu samfélagsmiðla. Öll fyrirtækin nefndu að þau notist við samfélagsmiðilinn Facebook til þess að koma sér á framfæri. Niðurstöðurnar leiddu jafnframt í ljós að þær upphæðir sem varið er til markaðssetningar hafa almennt ekki breyst. Allir þátttakendur voru þó sammála um að tilkoma samfélagsmiðla hafi breytt því í hvaða miðla þeir verji þeim fjármunum sem ætlaðir eru til markaðssetningar. Aðilarnir sem rætt var við voru allir sammála um það að samfélagsmiðlar hafi breytt markaðssetningu samkeppnisaðila þeirra.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16209


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS.ritgerd.geg.14.13.pdf464.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna