is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16214

Titill: 
  • Arctic Trucks Experience
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Innan Arctic Trucks hefur myndast eftirspurn eftir leigu á breyttum bifreiðum og fjallaferðum. Arctic Trucks hefur sinnt þessu með núverandi starfsmönnum en nú er komið að því að ákveða fyrirkomulag þessarar ferðaþjónustu til framtíðar. Greiningin sýnir að vörumerkja framlenging eins og Arctic Trucks Experience styður vel við kjarnastarfsemi Arctic Trucks. Tengingin við Arctic Trucks aðgreinir Arctic Trucks Experience einnig frá samkeppnisaðilum þrátt fyrir að almennir ferðamenn þekki vörumerki Arctic Trucks Experience ekki betur en vörumerki samkeppnisaðila.
    Viðskiptavinir Arctic Trucks Experience koma í dag einkum frá tengslaneti Arctic Trucks. Tengslanet Arctic Trucks er hlutfallslega ódýr leið til að ná í nýja viðskiptavini og því áskjósanlegt fyrir Arctic Trucks Experience að huga meir að þeim hópi í framtíðinni. Vöxtur félagsins í ferðaþjónustugeiranum ætti þó ekki að vera takmarkaður við þennan hóp því mikil tækifæri geta falist í almennri ferðaþjónustustarfsemi ef vel er haldið á spilunum.
    Í dag er ferðaþjónusta og bílaleiga rekin undir einum hatti þrátt fyrir að um ólíka starfsemi sé að ræða. Gerð var greining þar sem horft var á starfsemina sem aðskildar einingar. Leiddi sú vinna í ljós að vænlegra gæti verið að leggja áherslu á ferðaskrifstofuþjónustuna og fela sérfræðingum í rekstri bílaflota, og mögulegum viðskiptavinum Arctic Trucks, að eiga og reka bílaflota þann sem notaður væri.

Samþykkt: 
  • 21.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16214


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arctic Trucks Experience - SH.pdf831.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna