is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16218

Titill: 
  • Samanburður á vöðvavirkni við hlaup á hámarkshraða eftir skóbúnaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Notast er við ýmsan skóbúnað í frjálsíþróttum og er hann ólíkur eftir greinum. Í spretthlaupum er notast við hlaupaskó og gaddaskó. Hlaupaskór eru hannaðir með það að markmiði að lágmarka álag á líkamann en gaddaskór eru hins vegar sérhannaðir skór til að hámarka árangur í spretthlaupum. Mikil hlaup á gaddaskóm hafa verið tengd við auknar líkur á meiðslum en þörf er á frekari rannsóknum þar sem niðurstöður hafa ekki verið á einn veg. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort munur væri á vöðvavirkni fjögurra vöðva í fótleggjum við hlaup á hámarkshraða í ólíkum skóbúnaði. Þátttakendur voru átta frjálsíþróttamenn í meistaraflokki fjögurra félagsliða á Íslandi. Þátttakendur voru látnir hlaupa níu 30 metra spretti á hámarkshraða í ólíkum skóbúnaði yfir þriggja vikna tímabil. Vöðvarafrit og myndbandsupptökuvél voru notuð til þess að safna gögnum en einnig var tekinn tími á öllum sprettunum með tímatökubúnaði. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að ekki var tölfræðilega marktækur munur á vöðvavirkni eftir skóbúnaði en lýsandi niðurstöður gefa hins vegar til kynna að líklegt er að munur sé til staðar. Tölfræðilega marktækur munur var á þeim tíma sem tekur að hlaupa 30 metra eftir skóbúnaði.
    Lykilorð: frjálsíþróttir, spretthlaup, vöðvavirkni, hlaupatími, skóbúnaður.

Samþykkt: 
  • 21.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16218


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loka-Fræðileg Umfjöllun.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna