is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16221

Titill: 
  • Höfuðhögg í knattspyrnu á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í eftirfarandi rannsókn var sjónum beint að höfuðhöggum í knattspyrnu á Íslandi. Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis en markmið rannsóknarinnar var þríþætt. Í fyrsta lagi að nota eigindlega rannsóknaraðferð til að fá upplýsingar frá tveimur læknum, bandarískum og íslenskum, sem þekkja vel til höfuðhögga í knattspyrnu, og kanna hvort að niðurstöður séu sambærilegar í löndunum tveimur. Í öðru lagi var markmiðið að kanna tíðni höfuðhögga í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu á Íslandi og bera saman niðurstöður við sambærileg aldursbil í erlendum rannsóknum. Í þriðja lagi að meta hversu oft þjálfarar og sjúkraþjálfarar höfðu þurft að bregðast við slíkum slysum og hversu mikilvæga þeir töldu þekkingu á höfuðhöggum vera. Helstu niðurstöður eigindlegu rannsóknarinnar voru þær að almenn meðvitund um alvarleika höfuðhögga í knattspyrnu er meiri í Bandaríkjunum en hérlendis. Niðurstöður megindlegrar rannsóknar á leikmönnum sýndi að um helmingur leikmanna hefur hlotið höfuðhögg, sem eru sambærilegar tölur og í erlendum rannsóknum. Niðurstöður megindlegrar rannsóknar sem gerð var á þjálfurum sýndi að þeir telja sig almennt ekki hafa mikla þekkingu á þessu sviði knattspyrnunnar. Ljóst er að umræða hérlendis á höfuðhöggum í knattspyrnu er ábótavant ef miðað er við bandarískar rannsóknir.

Samþykkt: 
  • 21.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16221


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS lokaritgerð2.pdf1.16 MBLokaður til...26.05.2133HeildartextiPDF