is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16223

Titill: 
  • Áhrif lífsstíls á árangur í frjálsum íþróttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn var gerð til að athuga hvort að lífsstíll unglinga í frjálsum íþróttum hafi áhrif á íþróttaárangur þeirra. Í frjálsum íþróttum á Íslandi eru ákveðnir unglingalandsliðshópar sem heita úrvals- og afrekshópur. Inn í þessa hópa eru skýr lágmörk. Í afrekshópinn eru erfiðari lágmörk og inniheldur hann þar af leiðandi iðkendur sem hafa náð betri árangri. Til þess að athuga áhrif lífsstíls á árangur voru þrír hópar bornir saman, afrekshópur, úrvalshópur og iðkendur í hvorugum þessara hópa. Sendir voru út spurningalistar á Veraldarvefnum og voru frjálsíþróttaiðkendur á aldrinum 15 til 22 ára beðnir um að svara þeim. Alls svöruðu 103 iðkendur könnuninni, þar af 41 í afrekshópnum, 45 í úrvalshópnum og 16 í hvorugum þessara hópa. Rannsóknin benti til þess að eftirfarandi atriði séu vænleg til árangurs: Hafa æft í mörg ár, verja miklum tíma í æfingar, mæta á allar æfingar, leggja sig fram á æfingum, stefna hátt í frjálsum íþróttum og vera fæddur snemma árs.

Samþykkt: 
  • 22.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16223


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Bjarki_2013.pdf587.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna