is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16230

Titill: 
  • Virkni og ákefð barna í skólaíþróttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hreyfing hefur verið manninum eðlislæg frá upphafi og er besta forvörnin gegn offitu og öðrum lífstílstengdum sjúkdómum. Íþróttir eru einn af þeim þáttum sem grunnskólar kenna og er sérstakur kafli um það í aðalnámskrá grunnskólanna. Í þessari rannsókn var úrtakið fimmti og sjötti bekkur í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Markmið rannsóknarinnar var að skoða virkni og ákefð barna í skólaíþróttum með því að mæla púls í hefðbundnum íþróttatíma og leggja fyrir spurningalista þar sem spurt er út í þætti tengda hreyfingu, íþróttir í og utan skóla auk þess sem spurt var hvernig þátttakendur færu í skólann. Skoður er munurinn á milli tveggja skóla, bekkja og kynja. Hve stór hluti barnanna myndi vilja hafa íþróttatíma á hverjum degi og hvort þættir eins og það að barnið komi sér sjálft í skólann hafi áhrif eða hvort því þykir gaman að hreyfa sig í íþróttatímanum. Auk þess að skoða hve margir stunda íþróttir fyrir utan skóla og hvað stór hluti þeirra myndi vilja hafa íþróttir á hverjum degi. Í fljótu bragði er hægt að segja að niðurstöður þessarar rannsóknar bendi til þess að virkni og ákefð barna sé góð hjá þessum skólum en fjölda ósvaraða spurninga er samt enn ósvarað.

Samþykkt: 
  • 22.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16230


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc verkefni - Valgerður.pdf596.37 kBLokaður til...15.05.2133HeildartextiPDF