ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16234

Titill

Baráttusaga kommúnista á Ísafirði 1930-1935

Skilað
Júní 2013
Útdráttur

Í tveimur skjalakössum í bókasafninu á Ísafirði eru gögn sem komin eru frá Halldóri Ólafssyni frá Gjögri fyrrum bókverði safnsins en hann var einn af forystumönnum kommúnista á Ísafirði um 1930. Í öðrum kassanum eru mestan part gamlar fundargerðarbækur frá félögum, deildum og sellum kommúnista og hafa sumar bækurnar verið notaðar fyrir fleiri en eitt félag. Í hinum kassanum eru bréf sem gengið hafa á milli kommúnista, ásamt fundargerðum og ályktunum auk annars efnis, sem flest er tengt starfsemi kommúnistahreyfingarinnar. Þessir tveir kassar, ásamt námskeiðum í sagnfræði um íslenska vinstrihreyfingu og kommúnista og áhugi á íslenskum stjórnmálum á tuttugustu öld, urðu til þess að ritgerð þessi var skrifuð.
Ritgerðinni er ætlað að varpa ljósi á baráttuaðferðir kommúnista á árunum í kringum 1930 og lýsa því hvernig starfsemin á Ísafirði var og hvaða áhrifum kommúnistar þar náðu. Skoðað verður hvernig þeir leituðu eftir áhrifum í bæjarmálum og félagasamtökum og þá einkum verkalýðsfélögum og hvaða árangur það bar. Við hverja áttu kommúnistar fyrst og fremst í baráttu og hvernig fór sú barátta fram? Voru það einstaklingar fremur en atburðir sem höfðu mest áhrif á gang mála? Voru þær leiðbeiningar sem þeir fengu sniðnar að þörfum áhugasamra félaga sem áttu sér rætur í sjávarbyggð vestur á fjörðum, þar sem útgerð og fiskvinnsla setti mark sitt á samfélagið? Voru forystumenn kommúnista með skipulögum hætti hraktir burt úr bænum eða var ekki hljómgrunnur fyrir starfsemi þeirra og fjöldi þátttakenda ekki nógu mikill? Hvernig var samskiptum þeirra við kommúnista annars staðar háttað og hafði það áhrif að þrír þeirra fóru til Moskvu til náms í byltingarfræðum og að tveir fóru í annars konar heimsóknir til Moskvu?

Samþykkt
22.8.2013


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Bjorgvin Bjarnason.pdf539KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna