is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16249

Titill: 
  • Áfengisneysla handknattleiksmanna í efstu deild á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur og markmið rannsóknar er að athuga hvort áfengisneysla hafi áhrif á frammistöðu íþróttamanna. Einnig er verið að athuga hvaða viðhorf handknattleiksmenn í efstu deild á Íslandi hafi til áfengisneyslu og hvernig neyslumynstri þeirra er háttað. Að lokum er verið að skoða hvort munur sé á neyslumynstri handknattleiksmanna og knattspyrnumanna á Íslandi. Fyrsta tilgáta rannsóknarinnar er að athuga hvort munur sé á áfengisneyslu handknattleiksmanna og annarra Íslendinga. Tilgáta númer tvö er sú að athuga hvort munur sé á áfengisneyslu handknattleiksmanna eftir því hvort þeir eru á keppnis- eða hvíldartímabili. Í seinustu tilgátu er kannað hvort íþróttamenn neyti minni áfengis en almenningur. Þátttakendur voru handknattleiksmenn í efstu deild í handbolta. Sendur var út tölvupóstur til þjálfara og formanna liðanna til þess að fá tölvupóstföng hjá handknattleiksmönnunum. Einnig var sett inn kynning á sameiginlega facebook síðu liðanna og könnunin auglýst. Þegar rannsakandi hafði fengið tölvupóstföngin var sendur út spurningalisti á þátttakendur. Þátttakendur höfðu viku til þess að svara spurningalistanum. Alls svöruðu 88 þátttakendur. Spurningalistinn innihélt 21 spurningu, síðasta spurningin var úr CAGE spurningalistanum. Helstu niðurstöður voru þær að áfengisneysla handknattleiksmanna er nokkuð svipuð almenningi en munurinn er sá að mun meiri áfengisneysla á sér stað meðal þessa hóps á undirbúningstímabili heldur en á keppnistímabili. Þegar íslandsmót er í gangi er mun minni áfengisneysla hjá handknattleiksmönnum. Samkvæmt CAGE listanum gætu nokkrir leikmenn átt við áfengisvandamál en þá voru mjög fáir sem eiga við áfengisvandamál að stríða. Handknattleiksmenn í efstu deild á Íslandi er frekar vel að sér um áhrif áfengis á frammistöðu en þá var nokkuð stór hluti sem taldi að áfengisneysla hefði hvorki né, mjög lítil eða frekar lítil áhrif á íþróttameiðsl.

Samþykkt: 
  • 22.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sunna BSc í prentun.pdf616.38 kBOpinnPDFSkoða/Opna