is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16255

Titill: 
  • Virkni kvið- og búkvöðva í völdum styrktaræfingum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Virkni kvið- og búkvöðva í völdum styrktaræfingum. Andri Karlsson. (2013). Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að athuga vöðvavirkni kvið- og búkvöðva í átta völdum æfingum og bera þær saman. Þátttakendur: Þátttakendur voru valdir eftir hentugleika, 10 karlar á aldrinum 18 til 31 árs (meðaltal: 20,4 ár). Þeir höfðu allir æft reglulega í fimm ár eða lengur (meðaltal: 13,2 ár). Allir voru þeir heilsuhraustir og höfðu ekki orðið fyrir meiðslum síðastliðna sex mánuði. Framkvæmd: Þátttakendur framkvæmdu átta valdar styrktaræfingar og virkni vöðvanna „erector spinae“, „internal oblique“, external oblique“ og „rectus abdominal“ mæld með vöðvarafriti. Niðurstöður: „Erector spinae“ sýndi mestu virkni í hnébeygju. „Internal oblique“ var mjög virkur í öllum æfingunum og þá helst í plankahoppi (e. burpees) og dýnamískum planka. „External oblique“ og „rectus abdominis“ voru virkastir í dýnamískum planka. Æfingin plankahopp sýndi mestu meðaltalsvirknina yfir allar æfingarnar. Umræður: Fyrir íþróttamenn sem huga að því að þjálfa kviðvöðvanna væri ákjósanlegast að nota æfingar eins og planka, dýnamískan planka, plankahopp og T úr armbeygjustöðu því allar þessar æfingar sýndu mikla virkni í öllum þremur kviðvöðvunum. Til að þjálfa kvið- og búkvöðva eða djúpvöðvakerfi hryggjarins þarf að framkvæma fleiri en eina æfingu. Æfingaáætlanir sem settar eru saman til að þjálfa ákveðinn vöðva eða vöðvahóp þurfa að innihalda æfingar sem virkja þann vöðva eða vöðvahóp. Einnig þarf æfingavalið að fara eftir líkamlegu formi, markmiðum og hvort einstaklingurinn hefur átt við meiðsli að stríða. Þjálfarar eða þeir sem setja saman æfingaáætlanir þurfa því að notast við gögn sem styðja þeirra æfingaval og þá verður þjálfun einstaklingsins skilvirkari.

Samþykkt: 
  • 22.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andri Karlsson B.Sc.pdf1.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna