is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16256

Titill: 
  • Athugun á tíðni og einkennum sérkennilegrar og áráttukenndrar hegðunar meðal barna með röskun á einhverfurófi í ljósi nýrrar skilgreiningar á einhverfu í DSM-5
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Endurskoðun stendur yfir á DSM-IV greiningarkerfinu og samkvæmt drögum að greiningarviðmiðum fyrir einhverfu er ljóst að umtalsverð breyting verður á skilgreiningu, flokkun og greiningu. Nýlegar rannsóknarniðurstöður benda til að ríkari krafa um sérkennilega og áráttukennda hegðun í greiningarviðmiðum DSM-5 muni fækka þeim sem greinast með einhverfurófsröskun. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort hegðun og þroskasaga barna, sem hafa greinst með röskun á einhverfurófi með hliðsjón af greiningarmörkum ICD-10, uppfylli hin nýju DSM-5 greiningarviðmið við fyrstu athugun og endurmat. Jafnframt var skoðað hvort sérkennileg og áráttukennd hegðun myndi breytast milli athugana og hvernig. Tilgáta rannsóknarinnar var að börn sem koma ung til athugunar vegna gruns um röskun á einhverfurófi hafi ekki öll nægilega skýr einkenni sérkennilegrar og áráttukenndrar hegðunar til að uppfylla greiningarviðmið DSM-5 þótt slík hegðunareinkenni komi skýrt fram við endurmat. Þátttakendur voru öll börn sem komu til athugunar á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins á árunum 1997-2008 vegna gruns um röskun á einhverfurófi við 16-47 mánaða aldur og þar sem ADI-R greiningarviðtalið var notað (n=41). Stuðst var afturvirkt við upplýsingar úr sjúkraskrám við fyrstu athugun og endurmat. Niðurstöður voru að mörgu leyti háðar því hvaða greiningarmörk var stuðst við en hlutfall barna sem uppfyllti greiningarviðmið ICD-10 um röskun á einhverfurófi og greiningarviðmið DSM-5 við fyrstu athugun var frá 54% til 89%. Óháð greiningarmörkum voru tilfelli þar sem börn með greiningu um röskun á einhverfurófi samkvæmt ICD-10 uppfylltu ekki skilyrði DSM-5 við fyrstu athugun en við endurmat var skilyrðum DSM-5 fullnægt. Niðurstaðan styður að hluta tilgátu rannsóknarinnar. Þau börn sem náðu ekki greiningarmörkum við fyrstu athugun en uppfylltu skilyrði DSM-5 við endurmat gerðu það ekki einungis vegna þess að einkenni sérkennilegrar og áráttukenndrar hegðunar voru ekki nægilega skýr heldur einnig vegna þess að heildarfjölda einkenna fyrir frávik í félagslegu samspili og tjáskiptum var ekki fullnægt. Niðurstöður gefa tilefni til frekari rannsókna á breyttum greiningarviðmiðum.

  • Útdráttur er á ensku

    The proposed DSM-5 criteria for Autism Spectrum Disorder (ASD) represent a substantial change from the DSM-IV criteria. Previous studies indicate that restricted and repetitive behavior requirement in DSM-5 criteria might lead to reduced identification of children previously diagnosed with ASD. The aim of the study was to compare diagnostic outcomes using both ICD-10 and the proposed DSM-5 criteria. Changes in restricted and repetitive behavior between assessments were also examined. It was hypothesized that some of the young children who were referred because of suspected ASD would only have mild symptoms of restricted and repetitive behavior at first observation and therefore did not meet the DSM-5 criteria but at reevaluation this kind of behavior would be severe enough to meet the criteria. Participants in the study were all children aged 16 to 47 months who were referred to the State Diagnostic and Counseling Center (SDCC) because of suspected autism and who had completed ADI-R (n=41). Data in the study was based on retrospective file review from medical records both at first observation and reevaluation. Results were compared based on different thresholds and the proportion of children who had previously been diagnosed with ASD under ICD-10 and who met the DSM-5 criteria at first observation varied significantly. Based on DSM-5 criteria, 54% to 89% met the requirements for ASD. There were instances where children who had previously been diagnosed with ASD under ICD-10 failed to meet the DSM-5 criteria at first observation but met the requirements at reevaluation. The findings support in part the study’s hypothesis. The children who failed to meet the criteria at first observation but met the requirements at reevaluation did so because the total number of symptoms for social communication deficit was not fulfilled and due to the fact that symptoms of restricted and repetitive behavior were not severe enough. The results indicate that further research on the revision of diagnostic criteria is warranted.

Samþykkt: 
  • 23.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16256


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Linda Hrönn Ingadóttir.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna