ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1627

Titill

Viðhald kjörinnar þyngdar eftir útskrift hjá Íslensku Vigtarráðgjöfunum

Útdráttur

Offita og ofþyngd er vaxandi heilsufarsvandamál víða um heim og hefur mikil áhrif á heilsufar fólks og er áhættuþáttur fyrir ýmsa sjúkdóma. Þessi rannsókn skoðaði langtímaárangur meðlima Íslensku Vigtarráðgjafanna sem útskrifaðir höfðu verið í eigin kjörþyngd á árunum 2002 til loka ársins 2006. Skoðuð var þyngdarbreyting, breytt matarhegðun og hreyfing. Þátttakendur voru 291 meðlimir Íslensku Vigtarráðgjafanna og samþykktu 221 að taka þátt en af þeim svöruðu 151 spurningalista sem var sendur til þátttakenda, 16 karlar og 135 konur og var meðalaldurinn 51,7 ár. Við úrvinnslu var notað kí-kvaðrat próf (χ²) og voru marktæknimörk við p<0,05. Niðurstöður sýndu að marktækur munur var á þyngdaraukningu eftir því hve langur tími leið frá útskrift. Árin 2006, 2005 og 2004 höfðu 71,8%, 44,9% og 40,9% ekkert þyngst eða minna en 5 kg. Tíðni þess að fylgja nýrri mataráætlun minnkaði eftir því sem lengra leið frá útskrift. Hlutfall þeirra sem fylgja mataráætlun í dag og hafa þyngst minna en 5 kg árin 2006, 2005 og 2004 er 93,3%, 64,7% og 50% og fannst marktækur munur árið 2006. Engin umtalsverð aukning varð á hreyfingu þátttakenda frá því fyrir þyngdartap og til dagsins í dag. Meiri þyngdaraukning varð hjá þeim sem útskrifuðust árin 2004 og 2005 og hreyfðu sig sjaldan eða aldrei heldur en hjá þeim sem hreyfðu sig reglulega. Lítill munur var á þyngdaraukningu miðað við tíðni hreyfingar hjá þeim sem útskrifuðust árið 2006. Niðurstöður benda til þess að þyngdaraukning eigi sér stað með tímanum og að breytt matarhegðun þurfi að vera til frambúðar ef viðhalda á kjörinni þyngd eftir útskrift, sérstaklega ef engin breyting verður á hreyfingu. Veita þarf stuðning eftir að þyngdartapsmeðferð líkur til að tryggja betri langtímaárangur.

Samþykkt
10.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Viðauki 1.pdf1,43MBLokaður "Viðhald kjörinnar þyngdar hjá Íslensku Vigtarráðgjöfunum"-viðauki 1 PDF  
Viðauki 2.pdf75,3KBOpinn "Viðhald kjörinnar þyngdar hjá Íslensku Vigtarráðgjöfunum"-viðauki 2 PDF Skoða/Opna
Viðauki 3.pdf45,7KBOpinn "Viðhald kjörinnar þyngdar hjá Íslensku Vigtarráðgjöfunum"-viðauki 3 PDF Skoða/Opna
Viðauki 4.pdf55,1KBOpinn "Viðhald kjörinnar þyngdar hjá Íslensku Vigtarráðgjöfunum"-viðauki 4 PDF Skoða/Opna
Viðhald kjörinnar ... .pdf1,9MBLokaður "Viðhald kjörinnar þyngdar hjá Íslensku Vigtarráðgjöfunum"-heild PDF  
Viðhald kjörinnar ... .pdf2,21MBOpinn "Viðhald kjörinnar þyngdar hjá Íslensku Vigtarráðgjöfunum"-án viðauka PDF Skoða/Opna