is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16288

Titill: 
  • Samræmist skilningur starfandi vörueigenda á eigin hlutverki og ábyrgð hugmyndum fræðimanna?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í gegnum tíðina hafa komið fram nýjar aðferðir sem auðvelda verkefnastjórnun og þróun hugbúnaðar. Agile aðferðafræðin, sem má rekja aftur til miðs tíunda áratugar 20. aldarinnar er ein af þeim sem hefur náð umtalsverðri útbreiðslu. Scrum og Extreme Programming eru á meðal algengustu aðferða innan Agile hugmyndafræðinnar og er sú fyrri mikið notuð á Íslandi.
    Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hvernig Scrum er beitt við stýringu verkefna. Hlutverk vörueiganda (e. Product Owner) er skoðað sérstaklega. Fjallað er um hlutverk hans, þá þekkingu og færni sem fræðimenn telja mikilvægt að hann búi yfir til að tryggja sem bestan árangur verkefna. Það er gert með því að spyrja og leita svara við spurningunni: Samræmist skilningur vörueigenda á eigin hlutverki og ábyrgð - hugmyndum fræðimanna? Rannsóknin byggist á viðtölum við starfandi vörueigendur sem hafa að lágmarki sinnt því hlutverki í eitt ár. Tilgangur rannsóknarinnar er ekki að alhæfa og líta svo á að niðurstöður hennar eigi endilega við alla vörustjóra í verkefnum, en ætla má að hún geti gefið raunhæfa mynd af skilningi þeirra á hlutverkinu og hvernig stjórnun verkefna er útfærð samkvæmt Scrum hér á landi.
    Helstu niðurstöður eru þær að mikil meirihluti fyrirtækjanna blandar saman ólíkum verkefnastjórnunaraðferðum við stýringu verkefna. Þau nýta sér þær aðferðir sem hentar þeirra starfsemi best. Skilningur á hlutverki og ábyrgð vörueiganda er mjög mismunandi á milli fyrirtækja og jafnvel á milli deilda. Hlutverk vörueiganda er sjaldan algerlega samkvæmt aðferðinni og oft eru jafnvel tveir vörueigendur sömu vöru. Annar gætir hagsmuna viðskipta- en hinn tæknihliðar vörunnar. Vörueigendur voru allir sammála um að Scrum aðferðin væri komin til að vera. Skýr hlutverk, aukin samvinna, skilningur, sýnileiki, betri vinnubrögð og hraðari þróunartími eru helstu kostir Scrum.
    Lykilorð; verkefnastjórnun, ábyrgð, hlutverk vörueiganda (PO), Scrum, Agile, stjórnunarhæfni, tæknileg þekking, hugbúnaðarverkefni

  • Útdráttur er á ensku

    New methods have emerged in last decades for managing projects and develop software. The agile philosophy was generally defined with the agile manifesto in 2001 and is widely used for software project management. Scrum and Extreme programming are the most common methods within the agile philosophy and scrum has become one of the most popular tools in software development in Iceland.
    The objective of this research was to shed light on how Scrum is applied. The role of the product owner (PO) is studied; the knowledge and skills he is required to have, according to the Scrum method. This is compared to the perception of a number of actual project owners of their role. Information was gathered by semi structured interviews with a limited number of product owners that have had that role for at least 1 year.
    The results show that the majority of the participants in the survey are using different project management methods. They apply the methods that best fit their own operations. The understanding of the role and responsibility of the PO is quite different between organizations’ but seldom in perfect conformance with the official scrum method. Cases were reported where there are two product owners for the same product. One is then responsible for business aspect but the other is responsible for technical aspects of the product. Scrum has a strong position in software development with its defined roles, collaboration emphasis, understanding, visibility, effective process and fast development.
    Keywords: Project Management, Responsibility, The role of the product owner (PO), Scrum, Agile, Technical knowledge, Software Development.

Samþykkt: 
  • 28.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16288


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HrafnhildurSifSverrisdottir-MPM.pdf448.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna