is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16300

Titill: 
  • Titill er á ensku Project management in venture capital endeavors
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að fjárfestar í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum gegna veigamiklu hlutverki í þróun nýrra fyrirtækja. Þær hafa einnig sýnt að það virðist vera talsverður munur á hæfni fjárfesta, sem sést af endurteknum framúrskarandi árangri sumra umfram annarra. Þetta bendir til að sumir fjárfestar skapi virðisaukningu umfram einungis þann gjörning að útvega fyrirtækjunum fjármagn. Þrátt fyrir þessar vísbendingar skortir rannsóknir sem varpa ljósi á það hvernig fjárfestar stýra fjárfestingum sínum.
    Þessi ritgerð skoðar hvernig fjárfestar í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum stýra fjárfestingum sínum og gerir samanburð á aðferðum þeirra við aðferðir verkefnastjórnunar. Megin markmiðið er að skoða hvort fjárfestar líta á fjárfestingar sínar sem verkefni, hvort þeir stýra þeim sem slíkum, hvaða hæfniþætti þeir telja mikilvægasta til að hámarka árangur og hvaða verkefnastjórnunartækjum þeir beita.
    Rannsóknin var gerð með viðtölum við leiðandi fjárfesta á Íslandi og vefkönnun sem send var á erlenda nýsköpunar fjárfestingasjóði (e. venture capital fund). Helstu niðurstöður eru að um helmingur fjárfesta lítur á fjárfestingar sínar sem verkefni. Stjórnun verkefnanna virðist hins vegar vera nokkuð svipuð, verkefnin eru unnin í áföngum (e. rounds) með stefnu og markmið. Fjárhags-, tíma- og aðgerðaáætlun er gerð varðandi hvernig markmiðum skuli náð. Fjárfestar styðjast við margvísleg tæki og tól verkefnastjórnunar sem stuðla að auknum árangri. Á óvart kemur í hve miklu mæli fjárfestar segjast styðjast við tæki og tól og áhugavert er að þeir sem meiri reynslu hafa í faginu segjast frekar styðjast við þau en þeir sem minni reynslu hafa. Þessi niðurstaða grefur mögulega undan þeirri trú að velgengni í stjórnun sprota- og nýsköpunarfjárfestinga byggist fyrst og fremst á innsæi.

  • Útdráttur er á ensku

    Research has suggested that venture capital plays an important role in the developing process of new companies. They also indicate that there is a substantial difference in performance among venture capitalists, evidenced by repeated outstanding success of some participants above others. This clearly indicates that venture capitalists provide valuable resources beyond those of merely financing start-ups. In spite of this evidence, little research has been conducted on how venture capitalists manage their investments.
    This paper looks at how investors in start-up companies manage their investments, relating to general theory of project management. The primary objective is to investigate if investors consider their investments to be projects that need special managerial attention as such, what competences they believe are most important for success and what project management tools they deploy.
    The research was conducted through interviews with experienced venture investors followed by a survey sent to global venture capital companies. Key findings are that venture capitalists split into two groups when asked if they view their investments as projects or not. However management of investments seems to be consistent between groups, both structure their investments into rounds with clear objectives and goals that are aligned with strategy. A budget in terms of cost and time that is needed to achieve objects is allocated to the round with a plan for its execution. In the progress a vast number of management tools are used to assist execution and track progress. Interesting is how high tool usage is and that experienced venture capitals use tools and techniques more extensively, possibly undermining the popular belief that venture investments are more art than science.

Samþykkt: 
  • 29.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16300


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni_final.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna