is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16319

Titill: 
  • Skapandi skrifræði : umbreyting ímyndar í efri byggðum Breiðholts
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hvernig er hægt að breyta rótgrónum fordómum borgarbúa um efri byggðir Breiðholtsins? Hvaða aðferðum er hægt að beita til að virkja og efla íbúa til að breyta hverfismenningunni innan frá? Um er að ræða mikilvægt hagsmunamál sem borgaryfirvöld hafa falið hverfisstjóra Breiðholts að takast á við. Hér verður viðfangsefnið skoðað út frá sögu og skipulagi hverfisins og sjónarhóli íbúa og borgaryfirvalda. Einkum verður litið til unglinganna með þá tilgátu að leiðarljósi að með því að sinna þeim sérstaklega og virkja til þátttöku í menningartengdum samfélagsverkefnum megi stíga mikilvæg skref til að umbreyta ímynd Efra-Breiðholts.
    Í hugmyndum fræðimanna um skapandi borgir er að finna margar áhugaverðar leiðir til að breyta hugarfari íbúa og ráðandi afla í samfélaginu. Þar liggur áherslan á að virkja alla sem eiga hagsmuna að gæta til að nálgast verkefnið af opnum hug, með skapandi hugsun, jákvæðni og nýsköpun að leiðarljósi. Að samnýta þá hugmyndafræði með viðurkenndum aðferðum stefnumótunar og breytingastjórnunar er spennandi leið til að takast á við þann ímyndarvanda sem blasir við borgaryfirvöldum, íbúum og stjórnendum stofnana í Efra-Breiðholti.
    Í niðurstöðum könnunar sem lögð var fyrir 8. – 10. bekkinga í Fellaskóla og Hólabrekkuskóla kemur fram að þau áhugasvið sem skora hæst eru popp- og rokktónlist, teikning og hip hop dans. Þau lýsa gjarnan Efra-Breiðholti sem “gettói” sem hlýtur að kalla á umræðu og aðgerðir íbúa og borgaryfirvalda.
    En hvað er til ráða? Niðurstaðan er sú að virkja beri unglingana með því að mæta áhuga þeirra á menningartengdum frístundum með spennandi framboði og gæta að jöfnu aðgengi allra. Þannig skapist dýrmætt tækifæri til að styrkja þann hóp sem hefur hvað mest vægi þegar kemur að ímyndarsköpun Efra-Breiðholts.

  • How can deep-rooted prejudices towards the Upper Breiðholt area of Reykjavík be changed? What methods could be used to mobilise and motivate the people of Upper Breiðholt to change the tone of their area from the inside? These are important questions which the city authorities have commissioned the Breiðholt Area Manager to examine.
    Modern theories of creative cities suggest many interesting ways of changing attitudes of citizens and the dominant sectors of society, with the emphasis on encouraging all stakeholders to approach the question open-mindedly and in a positive and creative spirit. A combination of this approach and established methods of strategic planning and change management opens up interesting possibilities for tackling the image crisis currently facing the city authorities, citizens and institutional managers in Upper Breiðholt.
    This project examines the question in the light of the history and structure of the area and takes into account the point of view of the local people and the authorities. The main focus is on young people, the assumption being that it is by giving them particular attention and involving them in community projects with a cultural dimension that an important contribution could be made to transforming the image of Upper Breiðholt. A survey of pupils in Grades 8-10 in the schools Fellaskóli and Hólabrekkuskóli showed that pop and rock music, drawing and hip-hop dancing scored highest among their interests. They tended to describe Upper Breiðholt as a ghetto – a description that must surely call for discussion and action both by the people of the area and the city authorities.
    But what is to be done? The answer is that teenagers’ energies should be harnessed by meeting their need for cultural leisure activities, offering an interesting range and ensuring that access is open to all on an equal basis. This could create a welcome opportunity to support the sector of Upper Breiðholt’s people that plays a key role in the creation of the area’s image.

Samþykkt: 
  • 29.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skapandi_skrifraedi_gudrun_dis_jonatansdottir_meistaraverkefni_2013.pdf497.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna