is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16344

Titill: 
  • Hvar finn ég upplýsingar? : aðgengi að upplýsingum um málefni fatlaðs fólks á heimasíðum sveitarfélaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi greinir frá rannsókn minni á aðgengi fatlaðs fólks að heimasíðum sveitarfélaga. Hún byggir á niðurstöðum af greiningu á fjórum heimasíðum og viðtölum. Við rannsóknina voru notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir. Heimasíðurnar voru skoðaðar með það að leiðarljósi að finna út fyrir hvern upplýsingarnar sem snúa að málefnum fatlaðs fólks væru ætlaðar, hversu auðvelt væri að nálgast þær og þær bornar saman. Í framhaldi af því voru tekin viðtöl við sex einstaklinga sem störfuðu ýmist að málefnum fatlaðs fólks eða við vefsíðugerð hjá sveitarfélaginu og svör viðmælenda greind. Út frá svörum viðmælenda virðist markhópur fyrir upplýsingar er varða fatlað fólk á heimasíðum sveitarfélaganna í mörgum tilvikum vera aðstandendur fatlaðs fólks og fagfólk en ekki fatlað fólk sem hópur. Rannsóknin leiddi enn fremur í ljós að ýmislegt væri hægt að bæta. Meðal annars mætti auðvelda fötluðu fólki aðgang að heimasíðum með því að hafa hlekki á upphafssíðu sem vísa beint í mál er þau varða, og eins að fatlað fólk eigi kost að nálgast upplýsingar á fjölbreyttu formi sem hæfir hverjum og einum.

Samþykkt: 
  • 2.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16344


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA- Lokaritgerd Guðný Pétursdóttir.pdf261.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna