is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16348

Titill: 
  • Í fréttum er þetta helst : táknmálsfréttir í nútímasamélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Táknmálsfréttir hafa verið sýndar frá árinu 1980 en þær eru sérúrræði fyrir heyrnarlaust fólk, tíu mínútna langir sjónvarpsfréttaþættir á táknmáli sem sendir eru út daglega af Ríkisútvarpinu. Ríkisútvarpið er eina íslenska fréttaveitan sem býður upp á sjónvarpsfréttir ætlaðar heyrnarlausum. Rannsóknarskýrsla þessi er 10 eininga verkefni til B.A.-prófs við þroskaþjálfabraut Háskóla Íslands. Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum könnunar sem gerð var um stöðu táknmálsfrétta í nútímasamfélagi. Um er að ræða spurningalistakönnun sem send var til meðlima Félags heyrnarlausra í gegnum tölvupóst og voru svarendur 37 talsins. Til að fá betri innsýn í efnið var einnig stuðst við aðrar rannsóknaraðferðir sem voru þátttökuathugun, símaviðtal og innihaldsgreining. Helstu niðurstöður benda til þess að meirihluti heyrnarlausra vilji texta við almennar fréttir í stað táknmálsfrétta. Niðurstöður benda þó einnig til þess að hluti heyrnarlausra búi yfir slökum lesskilningi og myndi þar af leiðandi ekki njóta góðs af texta við almennar fréttir. Táknmálsfréttir eru því mikilvægur þáttur í þjónustu við þann hóp.

Samþykkt: 
  • 3.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16348


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð með sniðmáti 3.pdf533.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna