is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16354

Titill: 
  • Söngur á íslensku táknmáli : hendur og svipbrigði sem hljóðfæri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi greinagerð fjallar um söng á táknmáli og þýðingu yfir á íslenskt táknmál. Sagt er frá sögu heyrnarlausra, sögu táknmálsins og þróun táknmálsins. Undanfarin ár hefur táknmálið verið mun sýnilegrar til dæmis leikrit eru stundum táknmálstúlkuð eða jafnvel leikin af heyrnarlausum einstaklingum.
    Táknmál er með málfræði og það eru ekki eingöngu hendurnar sem skipta máli heldur spila svipbrigðin stóran þátt í táknmálinu. Lýst er einnig gróflega hvernig þýðingar frá raddmáli yfir á táknmáli eiga sér stað og hvaða aðferðir eru notaðir. Ég vildi skrifa um þýðingar á söngtextum því þetta er ekki eins einfalt og fólk heldur. Það þarf gríðalega mikinn undirbúning þegar heyrnarlaus einstaklingur ætlar að syngja. Finna þarf finna texta sem á að nota og byrja á því að skilja innihald textans, þýða hann yfir á táknmáli og æfa. Það krefst mikils tíma og æfinga svo flutningurinn verði fallegur. Með þessari greinagerð fylgir geisladiskur sem sýnir söng á táknmáli.
    Nýlunda er að heyrnarlausir syngi á sínu eigin móðurmáli sem er táknmál. Nokkrir heyrnarlausir einstaklingar hér á landi hafa komið fram í söng og syngja á sínu móðurmáli, íslensku táknmáli. Til eru upptökur á netsíðunni YouTube þar sem heyrnarlausir syngja á táknmáli sem hefur sennilega ýtt undir áhuga heyrnarlausra á Íslandi að syngja á táknmáli.

Athugasemdir: 
  • Sjá meðfylgjandi vefslóð (youtube) sem sýnir söng á táknmáli.
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 3.9.2013


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Söngur á táknmáli - LOKAVERKEFNIÐ.pdf300.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna