ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1636

Titill

Samkvæmni í mati á þremur munnlegum undirprófum WAIS-III

Útdráttur

Rannsóknir á samkvæmni í mati á milli matsmanna á Wechsler prófunum hafa verið misvísandi í gegnum árin. Í erlendum rannsóknum hefur hún oft verið lítil en í íslenskum rannsóknum hefur hún ýmist verið góð eða slæm. Athugað var hvort samkvæmni milli matsmanna væri til staðar í íslensku þýðingu WAIS-III greindarprófsins sem byggð var á breskri og bandarískri útgáfu prófsins. Skoðuð var samkvæmni á þremur munnlegum undirprófum prófsins, Orðskilningi, Skilningi og Líkingar. Einnig voru meðaltöl úr niðurstöðum borin saman við bandarísk viðmið. Prófið var lagt fyrir 25 einstaklinga á aldrinum 20 – 24 ára á Eyjafjarðarsvæði og á höfuðborgarsvæðinu. Í rannsókninni tóku þátt 13 konur og 12 karlar. Niðurstöður leiddu í ljós að áreiðanleikastuðull fyrir munnlegu undirprófin þrjú var talsvert lægri en í fyrri rannsóknum á sama efni. Einnig kom fram að meðaltöl rannsóknarinnar voru hærri en bandarísk viðmið. Mikilvægt er að betrumbæta skorunarviðmið í samræmi við niðurstöður þessarar rannsóknar. Með slíkum endurbótum væri hægt að vinna áfram að stöðlun þessa prófs fyrir íslenskar aðstæður.

Samþykkt
10.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Samkvæmni í mati á... .pdf414KBOpinn Samkvæmni í mati á þremur munnlegum undirprófum WAIS-III-heild PDF Skoða/Opna